Rauðar og kryddaðar

Dagurinn í dag er svolítið merkilegur fyrir mig því að einmitt í dag eru fimmtíu ár síðan ég hætti að vera sveitastelpa, flutti úr Blönduhlíðinni þar sem ég átti heima þar til ég var tæpra ellefu ára og á Sauðárkrók. Fór að ganga í skóla í fyrsta skipti á ævinni, umgangast jafnaldra mína (aðra en … Halda áfram að lesa: Rauðar og kryddaðar

Bleiku grjónin

Nú fást marglitar regnbogagulrætur í búðum, skemmtileg tilbreyting frá þessum venjulegu appelsínugulu sem lengst af hafa verið allsráðandi. En reyndar voru fyrstu gulræturnar sem ræktaðar voru í Evrópu líklega fjólubláar og ljósgular; rauðgular og rauðar gulrætur voru aftur á móti ræktaðar í Mið-Austurlöndum a.m.k. frá því á tíundu öld og þær bárust smátt og smátt … Halda áfram að lesa: Bleiku grjónin

Ljóta rótin

Veturinn er tími rótargrænmetisins og það er svo sannarlega hægt að gera margt við það; gulrætur, gulrófur, rauðrófur, nípur og margt annað. Og svo sellerírótin, sem er nú kannski óásjálegust af þessu öllu saman en það þýðir svo sannarlega ekki að hún sé verst. Það er hægt að baka hana, pönnusteikja eða sjóða, gera úr … Halda áfram að lesa: Ljóta rótin

Lakkrískúlur

Ég var í fyrra í lakkrískvöldverði á Kolabrautinni, þar sem danski frumkvöðullinn og lakkrísdrengurinn Johan Bülow bauð til lakkrískræsinga – þarna var boðið upp á lakkrískokkteil, grillað hvítkál með bagna cauda-sósu og lakkrískryddaðri rúgbrauðsmylsnu, ravioli fyllt með eggjarauðu og sveppum, borið fram með steinseljusalati og lakkrísgljáa, lakkrísgljáða andabringu með svartrót og fleira góðgæti og mjólkurís með … Halda áfram að lesa: Lakkrískúlur