Bækurnar mínar

Ég hef skrifað svo margar matreiðslubækur að ég er sjálf farin að ruglast í tölunni á þeim – og reyndar álitamál hvernig á að telja Cool Cuisine/Cool Dishes/Maturinn okkar því CD er stytt og minnkuð útgáfa af CC og Maturinn okkar er svo íslensk þýðing á CC og Plats faciles er frönsk þýðing á Cool Dishes, en bókina skrifaði ég upphaflega á ensku. Nýja útgáfan af Icelandic Food and Cookery er líka svo mikið breytt að þetta eru eiginlega tvær bækur. En hér eru þær í tímaröð:

Frumsamdar matreiðslubækur:

matarástMatarást. Iðunn 1998. Endurprentuð 2002. Var uppseld í mörg ár en ný prentun kom haustið 2017 (smábreytingar á útliti, texti óbreyttur).

MatrBokNonnu

 

Matreiðslubók Nönnu. Iðunn 2001. Endurprentuð 2002 og 2007. Uppseld en uppskriftirnar eru aðgengilegar á http://www.snara.is.

icefood  Icelandic Food and Cookery. Hippocrene Books, New York 2002. Uppseld en ný og mikið breytt útgáfa kom út hjá Iðunni sumarið 2014, sjá hér neðar.

cool cuisine  Cool Cuisine. Vaka-Helgafell 2004. Endurprentuð nokkrum sinnum. Er til.

cooldishes  Cool Dishes. Vaka-Helgafell 2004. Endurprentuð nokkrum sinnum, er til.

Lambakjöt. Gestgjafinn 2005. Uppseld.

Jólahefðir. Nóatún 2005. Uppseld.

maturinnokkar  Maturinn okkar. Íslensk þýðing á Cool Cuisine. Vaka-Helgafell 2007. Endurprentuð 2009. Uppseld.

AfBestuLyst3

Af_bestu_lyst_1-3

Af bestu lyst 3. Forlagið 2008. Endurprentuð 2009. Uppseld. Endurútgefin 2013 sem hluti af safninu Af bestu lyst 1-3.

887164_10152451112679810_6584085899340440370_o-1

 

Maturinn hennar Nönnu. Iðunn 2009. Endurprentuð 2014, er til.

Smarettir_Nonnu

Smáréttir Nönnu. Iðunn 2010. Er til.

   Jólamatur Nönnu. Iðunn 2011. Er til.

muffs

Múffur í hvert mál. Iðunn 2012. Er til.

IMG_3078   Plats faciles. Frönsk þýðing á Cool Dishes. Iðunn 2013. Er til.

Kjuklingarettir_Nonnu

Kjúklingaréttir Nönnu. Iðunn 2013. Er til.

10450103_10152562077609810_5560989879834678518_o   Icelandic Food and Cookery,  aukin og endurskoðuð útgáfa. Iðunn, 2014. Endurprentuð 2016 og 2019, er til.

does

Does anyone actually eat this? Kver um íslenska sérrétti. Iðunn,  2014. Er til.

10942584_10153071524499810_5039257691331845145_n

Ömmumatur Nönnu. Íslenskur heimilismatur frá 20. öld. Iðunn, 2015. Er til.

sætmeti

Sætmeti án sykurs og sætuefna. Morgunverður, kökur og tertur, smákökur, ábætisréttir, sælgæti. Iðunn, 2015. Er til.

Screen Shot 2016-01-03 at 7.55.23 PM

Létt og litríkt. Heimilismatur í hollari kantinum. Iðunn 2016. Er til.

Eiithvad_ofan_a  Eitthvað ofan á brauð. Mauk, salöt, sultur og annað álegg. Iðunn 2016, er til.

Screen Shot 2017-08-03 at 21.44.17 Pottur, panna og Nanna. Eldað í steypujárnspottum og pönnum (en uppskriftirnar virka líka fyrir annars konar ílát). Iðunn 2017, uppseld. Endurútgáfa með mjúkri kápu 2020, er til.

Screen Shot 2018-09-02 at 20.50.56 Beint í ofninn – heimilismatur og hugmyndir. Einfalt, lítill undirbúningur, allt sett í ofninn og látið sjá um sig sjálft. Byggð upp eins og Maturinn hennar Nönnu – uppskriftaopnur og fróðleiksopnur til skiptis. Iðunn 2018, uppseld. Endurútgáfa með mjúkri kápu 2019, er til.

*

Þýðingar (matartengdar bækur, svo hef ég þýtt fullt af öðru dóti):

Súkkulaði. Morten Heiberg. Vaka-Helgafell 2004.

Endalaus orka. Judith Millidge. Salka 2005. Endurprentuð tvisvar 2006.

Stóra matarbókin. Jill Norman (ritstj.). Edda 2007.

Sjö daga safakúrinn. Amanda Cross. Vaka-Helgafell 2008.

Þú getur eldað! Annabel Karmel. Vaka-Helgafell 2010.

Léttara og betra líf. Lene Hansson. Vaka-Helgafell 2011.

*

Efni í erlendum ritum:

Making Leafbread – The Bread that Makes You Belong. Í Moving Wor(l)ds, vol. 6, no. 2: Food, Culture and Community. University of Leeds 2006.

Thorrablót – Icelandic Feasting. Með Michael Leaman. Í Celebration: Proceedings of the Oxford Symposium on Food and Cookery 2011. Prospect Books, 2012.

Iceland. Í Street Food Around the World. An Encyclopedia of Food and Culture. ABC-CLIO, 2013.

Iceland. Í At the Table. Food and Family Around the World. ABC-CLIO, 2016.

Gone and Forgotten: Hooksteaks, Trashbags and Other Vanished Icelandic Offal Dishes. Í Offal: Rejected and Reclaimed Food. Proceedings of the Oxford Symposium on Food and Cookery 2016. Prospect Books, 2017.

Fueling the Kitchens of the Land of Fire and Ice. Í Eaten, the Food History Magazine. No. 9, Autumn 2020.

6 comments

 1. Ég er mikil áhugamanneskja um uppskriftir og á nokkra tugi uppskriftabóka, svo ég tali ekki um allar úrklippurnar úr blöðum, uppskriftir frá vinum og ættingjum, en uppáhaldsbókin mín og sú sem ég glugga mest í/nota er „Matreiðslubók Nönnu“.

 2. Þú nefnir hér hvergi bókina Sagan sem ekki mátti segja. Við erum loksins að lesa þessa merkilegu bók.

 3. Sæl Nanna
  Ég er að leita að uppskriftum að íslenskum mat eins og td hangikjöt, bjúgu, salt kjöt og fleira í þeim dúr þar sem geymslu aðferðir eru hafðar fyrir leiðarljósi. Hefur þú gefið út bók með slíkum uppskriftum eða veistu um bækur sem fjalla um þetta efni.
  Kær kveðja
  Beggi

  • Ertu að meina uppskriftir þar sem leiðbeint er um hvernig á að reykja, salta og gera bjúgu og þess háttar? Ég hef ekki skrifað mikið um það en þú gætir e.t.v. fundið eitthvað í bókum Gísla Egils Hrafnssonar og Ingu Elsu Bergþórsdóttur, Góður matur – gott líf og þeirri nýju, Sveitasæla (ég hef reyndar ekki séð hana enn en þau eru töluvert á þessum nótum. Ég er reyndar með leiðbeiningar um söltun á kjöti í Icelandic Food and Cookery og þar er svosem eitthvað fleira, um súrsun og þess háttar, en það er allt á ensku og er nú kannski meira skrifað til að útskýra fyrir útlendingum hvernig þetta er gert en ekki nákvæmar leiðbeiningar.

   Uppskriftir þar sem þessi matvæli eru notuð eru hins vegar í sumum bókanna minna og eitthvað hér á blogginu.

 4. Takk fyrir þetta Nanna, já það er lítið til að upplýsingum fyrir svona matargerð.
  Ég verð að fara og banka uppá hjá bónda 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s