Blöðin og stilkarnir

Það er eitthvað mjög dularfullt í gangi með þetta kjötfjall, sem er víst bara þúfa eða jafnvel hola. En hvað sem því líður held ég að öll sú umræða sem hefur farið í gang gæti haft jákvæð áhrif að ýmsu leyti. Að minnsta kosti ef hún verður til þess að einhverju leyti að afurðastöðvar, kjötvinnslur … Halda áfram að lesa: Blöðin og stilkarnir

Og nú til Norður-Afríku

Ýmsir af lambahakksréttunum sem ég hef verið að gera að undanförnu (og ætla að gera núna í haust því ég er með ýmislegt á prjónunum) hafa verið ættaðir frá austanverðu Miðjarðarhafinu og Norður-Afríku, enda kunna menn þar ýmislegt fyrir sér í eldamennsku á lambakjöti. Þessi hér er engin undantekning en hér er reyndar slegið saman … Halda áfram að lesa: Og nú til Norður-Afríku

Gáð í skápana

Þá fáu daga að undanförnu sem ég hef ekki eldað lambakjöt hefur oftast verið fiskur á borðum. Svo að það má segja að ég hafi verið frekar þjóðleg í eldamennskunni, það er að segja hvað hráefnið áhrærir, þótt krydd og meðlæti hafi komið úr ýmsum áttum. Og svo hef ég verið óvenju sjálfbjarga með matinn … Halda áfram að lesa: Gáð í skápana

Og ekki gleyma hinu …

Þótt lambakjöt sé eina kjötið sem ég elda þennan mánuðinn elda ég nú ýmislegt annað líka. Ég get til dæmis alls ekki sleppt því að borða fisk, helst nokkrum sinnum í viku, og í gær grillaði ég hreint afbragðsgóða lúðu (ætlaði reyndar ekkert að grila hana, heldur steikja, en gasið á eldavélinni kláraðist akkúrat þegar … Halda áfram að lesa: Og ekki gleyma hinu …