Kalkúnakræsingar

Ég eldaði kalkúnaleggi í kvöldmatinn. Fjóra hlussustóra, ég hélt að það yrði svo mikill afgangur að það yrði kalkúnaleggjakássa í ýmsum birtingarmyndum í matinn næstu viku en það var furðu lítið sem gekk af. Dugir ekki nema í tvo daga í mesta lagi. Uppskriftin kemur mögulega seinna en hér er önnur kalkúnauppskrift og kannski heldur … Halda áfram að lesa: Kalkúnakræsingar

Með jólasteikinni

Jólin nálgast óðum, það fer ekkert framhjá mér þótt ég haldi ekki jól sjálf og sé þar af leiðandi ekki mikið í jólaundirbúningi eða jólamatargerð og -bakstri, nema fyrir Forláksmessuboðið mitt. En ég á hins vegar ansi mikið af jólauppskriftum og jólalegum uppskriftum á lager, það vantar ekki. Og ef ykkur vantar uppskriftir að jólamatnum … Halda áfram að lesa: Með jólasteikinni

Er þetta súkkulaði?

Er hvítt súkkulaði annars nokkuð súkkulaði? Nei, eiginlega ekki – að minnsta kosti fellur það ekki undir skilgreiningu á súkkulaði í mörgum löndum, vegna þess að það inniheldur engan kakómassa (cocoa solids). Ef það er „ekta“ inniheldur það hins vegar kakósmjör, fituna úr kakóbaununum. Ódýrari tegundir gera það ekki einu sinni, heldur er notuð önnur … Halda áfram að lesa: Er þetta súkkulaði?

Fíkjur og timjan

Hér er uppskrift að sultu eða mauki sem er gott eitt sér á brauð eða kex, svo og með ostum, en hentar líka vel með ýmsu kjöti og á vel heima á jólaborðinu. Líklega er annars  réttara að kalla þetta mauk en sultu því hér er enginn viðbættur sykur og á móti sætunni úr gráfíkjunum og … Halda áfram að lesa: Fíkjur og timjan

Súkkulaðigóðgæti

Það einfaldasta er oft best og hér er ein sönnun þess. Þetta er nefnilega afar einfaldur en um leið góður súkkulaðibúðingur – nógu góður til að vera jólaeftirréttur; punkturinn yfir i-ð í endann á góðri máltíð. Hann er bragðmikill og mér finnst best að hafa skammtana litla svo að þetta dugir í 8–10 espressobolla, en … Halda áfram að lesa: Súkkulaðigóðgæti