Pottar og pönnur

Ókei, fyrst nýju steypujárnspottarnir mínir eru nú orðir blaðaefni (sjá DV í dag), þá er best að ég sýni ykkur þá. Facebookvinir mínir eru náttúrlega búnir að sjá þá því ég var að monta mig af þeim. Ég er nefnilega, eins og ég held að áður hafi komið fram, með steypujárnsblæti og þegar ég ákvað að…

Kraftmikil súpa

Jæja, þá er best að snúa sér aftur að matnum … Og nú er ég orðin alveg svakalega roskin og ráðsett, spurning hvort það mun á einhvern hátt koma fram í uppskriftunum. Ég var semsagt í Norður-Frakklandi, í Arras, á afmælinu mínu og hafði það alveg ljómandi gott, fræddist um ýmislegt, sá fallega og áhugaverða…

Erindið til Arras

Þessi færsla er alls ekki neitt um mat. Hún er pínulítið um mig en aðallega um atburði sem gerðust fyrir hundrað árum. Stríð og svoleiðis. Og hún er mjög löng. Bara svo það sé á hreinu. Það er misjafnt hvað fólk gerir til að fagna því að hafa náð ákveðnum áfanga í lífinu, eins og…

Baunabrúnkur

Eins og ég hef áður nefnt var ég í haust að gera tilraunir með uppskriftir að orkubitum og þess háttar fyrir barnabörnin og hér er annað sýnishorn – þetta eru reyndar fremur kökur en orkubitar; eiginlega eru þetta brúnkur. Brúnkurnar eru glúten-, eggja- og mjólkurefnalausar og innihalda ekki viðbættan sykur (en í þeim eru döðlur svo…

Ef einhver er enn að borða kjöt …

Af því að það eru nú líklega ekki alveg allir hættir að borða kjöt – til dæmis er ég ekkert endanlega hætt því þótt það sé lítið um það þennan mánuðinn – þá ákvað ég að skjóta hér inn einni kjötuppskrift. Eða nánar til tekið hakkuppskrift. Annars elda ég mun sjaldnar úr hakki en ég…

Snöggt og sterkt

Kosturinn við að elda fisk á hverjum degi í febrúar – fiskbrúar – er að þá borða ég hollan, góðan, fljótlegan og fjölbreyttan mat daglega. Ég geri það reyndar yfirleitt – góðan og fjölbreyttan allavega, það er fremur spurning um hollustuna og fljótlegheitin – en þetta er allavega aukin hvatning. Ókosturinn er sjómannaverkfallið, sem nú…

Skyrkaka, sykurlaus (eða þannig)

Og hér er svo uppskriftin sem ég ætlaði að setja inn í gær en ákvað svo að setja granólablönduna fyrst því að hún er notuð í botninn. Þessi er í hollari kantinum (sorrí, Ævar, úr því verður bætt seinna) en bragðið er nú ekki sem verst heldur. Sykurlaus – tja, sko, ég notaði St. Dalfour-sultu, sem…

Fjölnota blanda

Ég ætlaði eiginlega að setja inn aðra uppskrift hér núna, svona hálfpartinn í tilefni af konudeginum – fyrir mig alltsvo, það er nú ekki eins og einhver annar geri eitthvað fyrir mig á konudaginn svo að það má segja að fyrir mér séu allir dagar konudagar – en svo rann upp fyrir mér að í…

Jú, það er fiskur …

Þegar ég var yngri fékk maður stundum að heyra að fólk yrði gáfað af því að borða fisk. Ef það skyldi nú vera rétt (maður veit aldrei), þá hef ég verulegar áhyggjur af gáfnafari Íslendinga á næstu áratugum því að það hefur dregið verulega úr fiskáti. Reyndar er vafasamt fyrir mig að halda fram kenningum…

Orka í hverjum bita

Í haust gerði ég töluvert af orkubitum af ýmsu tagi að beiðni barnabarnanna, sem eru íþróttafrík (eða nei, þau eru það nú ekki, en þau æfa bæði nokkuð stíft og brenna miklu). Ég gerði þetta að nokkru leyti í samstarfi við dótturdótturina, sem er í næringarfræðinámi í Háskólanum. Bitarnir voru allir sykurlausir og langflestir líka…

Frekar hollt salat bara …

Fiskbrúar-konseptið gengur alveg ljómandi vel hjá mér (nema hvað dóttursonurinn hefur mælst til þess að vera boðinn sjaldnar í mat þennan mánuðinn en vanalega; ég hef á móti bent honum á að það séu nú færri dagar í febrúar en öðrum mánuðum) og ég er sannarlega ekki orðin leið á fiski – og verð það…

Hollustuhlé …

Ágætum lesanda mínum fannst ég vera farin að setja hér inn ískyggilega mikið af hollustuuppskriftum. Svo að ég ákvað að bæta úr því og hér kemur uppskrift sem er bara hreint ekki hægt að segja að sé á nokkurn hátt holl. Ekki nema með sótsvartri samvisku allavega … Þessi uppskrift birtist í jólablaði MAN, þar…