Lakkrískúlur

Ég var í fyrra í lakkrískvöldverði á Kolabrautinni, þar sem danski frumkvöðullinn og lakkrísdrengurinn Johan Bülow bauð til lakkrískræsinga – þarna var boðið upp á lakkrískokkteil, grillað hvítkál með bagna cauda-sósu og lakkrískryddaðri rúgbrauðsmylsnu, ravioli fyllt með eggjarauðu og sveppum, borið fram með steinseljusalati og lakkrísgljáa, lakkrísgljáða andabringu með svartrót og fleira góðgæti og mjólkurís með … Halda áfram að lesa: Lakkrískúlur

Perunostalgía

Í svona veðri fer ég oft að hugsa um notalegheitamat af ýmsu tagi, eitthvað heimilislegt, kannski pínulítið gamaldags og kunnuglegt (en stundum í nýrri útfærslu). Mér finnst það einhvernveginn passa þegar vindurinn gnauðar úti og mann langar eiginlega mest af öllu að hreiðra um sig undir sæng. Eða bara undir teppi í stofusófanum … Ég … Halda áfram að lesa: Perunostalgía

Héri bakaradrengsins

Búin að vera á kafi í öðru að undanförnu … Og eins og þeir vita sem til þekkja er ég oftast mun óduglegri að blogga á veturna því að ég nota svo til eingöngu dagsbirtu við myndatökur og þar er ekkert mjög mikið af henni á þessum árstíma, ég mynda að vísu mikið um helgar … Halda áfram að lesa: Héri bakaradrengsins

Hollusta? Njaaa …

Ég er að hlusta á kosningaumræður með öðru eyranu en samt aðallega að liggja á meltunni eftir góðan kvöldverð og láta mér líða ósköp vel … Ég var með fjölskylduna í mat og bauð þeim upp á steikt andalæri með kartöflugratíni, linsubaunum, steiktum sveppum og salati, sem var barasta alveg ljómandi gott allt saman. Ég … Halda áfram að lesa: Hollusta? Njaaa …

Hakk og halloumi

Áfram með smjörið – nei, hakkið var það víst. Því að ég er svo ánægð með að ófrosið lambahakk skuli núna vera auðfengið og ég vil endilega að það verði framhald á því og þá vantar kannski uppskriftir og hugmyndir. Ég held nefnilega að það sé töluvert til í því sem maður hefur heyrt hjá … Halda áfram að lesa: Hakk og halloumi

Sætsúr sítrónubaka

Er ekki kominn tími á eitthvert sætmeti? Kökur og kruðerí alltsvo. Ég er reyndar ekki að útbúa neitt slíkt um þessar mundir (en það fer að líða að því, ég þarf að fara að undirbúa einhverja jólaþætti hvað úr hverju) en ég á nú ýmislegt á lager, þar á meðal kökur og ábætisrétti … Svo … Halda áfram að lesa: Sætsúr sítrónubaka