Skötuselur og svalasalat

Þegar ég hef ekki bloggað í nokkurn tíma hef ég gjarna byrjað aftur eftir hlé á að segja „nei, ég var ekki búin að gleyma blogginu“ eða eitthvað ámóta – en ég skal játa að í þetta skipti var ég hálfpartinn búin að gleyma blogginu. Ég hef bara haft svo mörgu öðru að sinna í…

Bræddar apríkósur

Apríkósur fást ekki alltaf í búðum en þeirra tími er sumarið og það hafa fengist býsna fallegar og góðar apríkósur að undanförnu. Hin ýmsu apríkósuafbrigði geta reyndar verið býsna misjöfn og það er ekki alltaf hægt að treysta á litinn en þessar eru „rjóðar í kinnum“ og sérlega freistandi, finnst mér – það er hins…

Grænt og gult og gott

Ég átti von á matargesti sem kom svo ekki og ég hætti við að elda kjúklingalærin sem áttu að vera í matinn, hafði ætlað að gera eitthvað úr þeim sem hentar ekki fyrir einn. Svo að ég kom við í Krónunni til að kaupa eitthvað létt til að elda handa mér í kvöldmatinn og þar…

Unnið og óunnið

Eiginlega get ég ekkert verið með í umræðunni þessa dagana. Ég er svo gömul í hettunni og íhaldssöm og bara alls ekki með á nótunum, fylgist ekki með og er dottin út úr öllu. Ég er nefnilega enn ekki búin að fara í Costco. Versla bara í Bónus og Nettó og Hagkaupum og Nóatúni eins…

Vöfflur, súkkulaði og ber

Nei, ég er ekkert hætt að blogga. Ég hef hins vegar látið bloggið eiga sig síðustu mánuði af því að ég var á kafi að ganga frá nýrri matreiðslubók sem kemur út í haust (segi meira frá henni fljótlega) og öll umframorka hefur farið í hana. En nú er hún tilbúin í prentsmiðju – eða…

Pottar og pönnur

Ókei, fyrst nýju steypujárnspottarnir mínir eru nú orðir blaðaefni (sjá DV í dag), þá er best að ég sýni ykkur þá. Facebookvinir mínir eru náttúrlega búnir að sjá þá því ég var að monta mig af þeim. Ég er nefnilega, eins og ég held að áður hafi komið fram, með steypujárnsblæti og þegar ég ákvað að…

Kraftmikil súpa

Jæja, þá er best að snúa sér aftur að matnum … Og nú er ég orðin alveg svakalega roskin og ráðsett, spurning hvort það mun á einhvern hátt koma fram í uppskriftunum. Ég var semsagt í Norður-Frakklandi, í Arras, á afmælinu mínu og hafði það alveg ljómandi gott, fræddist um ýmislegt, sá fallega og áhugaverða…

Erindið til Arras

Þessi færsla er alls ekki neitt um mat. Hún er pínulítið um mig en aðallega um atburði sem gerðust fyrir hundrað árum. Stríð og svoleiðis. Og hún er mjög löng. Bara svo það sé á hreinu. Það er misjafnt hvað fólk gerir til að fagna því að hafa náð ákveðnum áfanga í lífinu, eins og…

Baunabrúnkur

Eins og ég hef áður nefnt var ég í haust að gera tilraunir með uppskriftir að orkubitum og þess háttar fyrir barnabörnin og hér er annað sýnishorn – þetta eru reyndar fremur kökur en orkubitar; eiginlega eru þetta brúnkur. Brúnkurnar eru glúten-, eggja- og mjólkurefnalausar og innihalda ekki viðbættan sykur (en í þeim eru döðlur svo…

Ef einhver er enn að borða kjöt …

Af því að það eru nú líklega ekki alveg allir hættir að borða kjöt – til dæmis er ég ekkert endanlega hætt því þótt það sé lítið um það þennan mánuðinn – þá ákvað ég að skjóta hér inn einni kjötuppskrift. Eða nánar til tekið hakkuppskrift. Annars elda ég mun sjaldnar úr hakki en ég…

Snöggt og sterkt

Kosturinn við að elda fisk á hverjum degi í febrúar – fiskbrúar – er að þá borða ég hollan, góðan, fljótlegan og fjölbreyttan mat daglega. Ég geri það reyndar yfirleitt – góðan og fjölbreyttan allavega, það er fremur spurning um hollustuna og fljótlegheitin – en þetta er allavega aukin hvatning. Ókosturinn er sjómannaverkfallið, sem nú…

Skyrkaka, sykurlaus (eða þannig)

Og hér er svo uppskriftin sem ég ætlaði að setja inn í gær en ákvað svo að setja granólablönduna fyrst því að hún er notuð í botninn. Þessi er í hollari kantinum (sorrí, Ævar, úr því verður bætt seinna) en bragðið er nú ekki sem verst heldur. Sykurlaus – tja, sko, ég notaði St. Dalfour-sultu, sem…