Ofur … hvað?

Ég er svo illa að mér í ofurfæðufræðum að ég veit ekkert hvaða ber teljast til ofurfæðu. Jú, bláber, það er nú svo oft hamrað á því, en um önnur ber, innflutt, innlend eða heimaræktuð, veit ég svosem ekki neitt. Ekki nema að mér þykja þau yfirleitt nokkuð góð og flest eru þau nú frekar … Halda áfram að lesa: Ofur … hvað?

Ekki beint vegan …

Ég held að allt sem ég hef sett hér inn það sem af er janúar hafi verið vegan – eða auðvelt að gera vegan að minnsta kosti – en ég sagði nú um áramótin, minnir mig, að það væri nú ekki víst að alveg allt yrði af því taginu. Sem verður líka raunin, til dæmis … Halda áfram að lesa: Ekki beint vegan …

Næstum allslausar …

Maður sér stundum með áberandi letri á einhverjum vörum að þær séu hveitilausar, glútenlausar, eggjalausar, mjólkurvörulausar, sykurlausar, hnetulausar, hitaeiningalausar og ég veit ekki hvað og hvað. Einhvern tíma man ég að ég smakkaði einhverja slíka vöru og bölvaði því á eftir að hún skyldi ekki vera bragðlaus líka … En hér er reyndar uppskrift að … Halda áfram að lesa: Næstum allslausar …

Sætar og fylltar

Ég held ég hafi ekki verið búin að þakka almennilega fyrir viðtökurnar sem bókin mín, Pottur, panna og Nanna, fékk fyrir jólin – hún seldist upp og mér skilst að lítið sem ekkert hafi komið inn á forlagið í bókaskilum eftir jól; fáein eintök eru sjálfsagt til í einhverjum búðum en þó varla mörg. Hún … Halda áfram að lesa: Sætar og fylltar

Litríkt á frostavetri

Það hefur verið nokkuð svalt og næðingssamt síðustu dagana þótt allt slíkt blikni í samanburði við veðrið sem var fyrir nákvæmlega hundrað árum, en það var einmitt í janúar, frá því um þrettándann, sem frostaveturinn 1918 var hvað harðastur. Þá voru vatnsvandræðin í Reykjavík önnur en nú – það var vatnsskortur í bænum vegna þess … Halda áfram að lesa: Litríkt á frostavetri

Orkubitar

Það er nú ekkert meiningin að hér verði bara uppskriftir að salötum og súpum þennan mánuðinn – og ekkert endilega heldur að allar uppskriftir verði vegan. Flestar kannski samt. Þessi er það reyndar en hér er þó hvorki um súpu né salat að ræða, heldur köku. Eða orkubita eða hvað maður vill kalla það. Jújú, … Halda áfram að lesa: Orkubitar