Þótt ég ætli ekki til Eþíópíu …

Ég ætla að vera í útlöndum um jólin eins og tvö síðustu ár og eins og í fyrra hef ég ekki sagt neinum frá því hvert ég er að fara – ekki enn allavega; kannski geri ég það áður en ég fer, kannski bara þegar ég er komin á staðinn. Ég var á Möltu í…

Ekki beint vetrarkaka …

Nú er veturinn kominn, það fer ekkert á milli mála. Fimm vikur til jóla eða svo. Fólk sem er eitthvað í kökuhugleiðingum þessa dagana er ábyggilega bara í jólabakstri. Ég er nú mikið til hætt slíku, borða enda engar hefðbundnar jólasmákökur sjálf og verð ekki á landinu um jólin. Baka þó líklega einhverjar smákökusortir svona…

Um hollustu og óhollustu

Bókatíðindin eru ekki komin enn en ég veit að það eru allavega mun fleiri matreiðslubækur í þeim en í fyrra. Þá voru þær ekki nema eitthvað um tíu og af þeim átti ég tvær, Sætmeti án sykurs og Ömmumat Nönnu. Reyndar á ég aftur tvær bækur í ár, Létt og litríkt og Eitthvað ofan á…

Notalegheitamatur fyrir notaleg heimili

Ef einhverjar minningargreinar verða skrifaðar um mig þegar ég hrekk upp af, hvenær sem það verður nú, þá veit ég allavega um eitt sem ekki mun standa í þeim. Það mun enginn skrifa „Hún bjó manni sínum fallegt/indælt/yndislegt heimili.“ Vissulega er það ólíklegt þegar af þeirri ástæðu að ég á engan mann og hef ekki átt…

Mauk frá Miðjarðarhafsströndum

Þá er eldhúsið mitt loksins tilbúið – ég flutti hingað í Efstalandið fyrir þremur mánuðum en það dróst aðeins að gera breytingar á eldhúsinu til að laga það að mínum þörfum, koma fyrir uppþvottavél, stækka vaskinn, skipta um borðplötu og fleira – en það kláraðist á föstudaginn og ég er einstaklega ánægð með útkomuna. Mér…

Ungversk matarminning

Einu sinni fyrir mörgum árum – ætli þau séu ekki orðin sextán – var ég í árshátíðarferð í Búdapest. Það var mjög fínt en ég hafði reyndar komið til Búdapest áður, var þar í tæpa viku þremur árum fyrr. En þarna gerðist það að vélin sem við áttum að fljúga með heim bilaði og heimförin frestaðist…

Súpa og snakk

Ég er ekki með eldhús þessa stundina – eða það er að segja, það er í rúst vegna breytinga, aðallega bara sökklar, tveir skápar að vísu óhreyfðir en þeir ná upp í loft svo að það er enginn eldhúsbekkur (ég er að norðan svo að þegar ég segi eldhúsbekkur á ég ekki við eitthvað til…

Kosningahressing (ekki veitir nú af)

Ég fór að kjósa áðan – og nei, ég er ekki að fara að byrja á neinum kosningaáróðri hér nema bara að hvetja alla til að nýta lýðræðisleg réttindi sín til að hafa áhrif (og nei, það er ekki sama hvað maður kýs). En ég fór gangandi á kjörstað, enda ekki langt frá mér í…

Eggjalaust majónes og steiktar kartöflur

Vissuð þið að það er hægt – og meira að segja mjög einfalt – að gera eggjalaust majónes og nota bara mjólk í staðinn fyrir eggjarauðu? Það er reyndar ekkert voðalega langt síðan ég komst að þessu. Og það svínvirkar. Þess vegna er hér uppskrift að spænsku hvítlauksmajónesi eða alioli/allioli. Reyndar er alveg hefðbundið spænskt…

Desertpítsa

Tölvan mín hrundi í vor og ég þurfti að fá mér nýja. Ég hélt að það hefði tekist að bjarga öllum gögnunum af henni – það voru reyndar aðallega myndir og allt of mikið af þeim – auk þess sem ég átti nú afrit af meirihlutanum á Dropbox. Og sennilega eru nú myndirnar allar þarna…

Sítrónur ofan á brauð (eða kex)

Ég sendi í vor frá mér litla bók sem þið kannist kannski við og heitir Eitthvað ofan á brauð. Þetta er ekki smurbrauðsbók eins og mætti kannski halda, heldur einfaldlega bók með uppskriftum og hugmyndum að ýmiss konar góðgæti sem er hægt að setja á brauð eða í samlokur, nota sem ídýfu, smyrja á kex…

Fundið í skápunum

Í hádeginu í gær hafði ég ekki farið í búð í nokkra daga vegna lasleika, veðrið var ömurlegt og birgðastaðan í ísskápnum var eitthvað farin að versna; þegar ég opnaði hann var þar fátt að sjá af ferskmeti nema poka af spínati sem farið var að slappast, ríflega  hálfa ösku af sveppum sem sama mátti segja…