Tilbrigði við jólastef

Jólahefðir, já. Eins og fram hefur komið er ég ekki sérlega mikið fyrir þær en þó er ýmislegt matarkyns sem ég geri fyrir hver jól – eða reyndar fyrir hverja Þorláksmessu (nú Forláksmessu, því að jólaboðið mitt, sem var alltaf á Þorláksmessu, er núna nokkrum dögum fyrr). En oftast reyni ég þá að breyta eitthvað … Halda áfram að lesa: Tilbrigði við jólastef

Trifli í nútímabúningi

Trifli (eða triffli eða trifl) er einn af þessum gömlu, söguríku eftirréttum sem eru hálfpartinn fallnir í gleymsku, að minnsta kosti undir því nafni, þótt í mörgum fjölskyldum muni fólk eftir sérrítriflinu hennar ömmu – eða búi það kannsi enn til á jólunum. En trifli er til í mörgum myndum og það þarf ekkert endilega … Halda áfram að lesa: Trifli í nútímabúningi

Græna jólakálið

Meira jólameðlæti, er það ekki bara? Ég veit reyndar ekki hvaða skoðun þið kunnið að hafa á rósakáli, það er ein þessara grænmetistegunda sem fólk hefur gjarna sterkar skoðanir á í aðrahvora áttina. En þetta er uppskrift sem ég gerði fyrir jólaþátt í MAN fyrir tveimur árum, hún stendur fyrir sínu. Rósakál er vetrargrænmeti, upp … Halda áfram að lesa: Græna jólakálið

Jólahefðir og salöt

Ég held ég hafi áður – en líklega ekki á þessum vettvangi – sagt sögu sem kona sem ég kannast við sagði mér einu sinni. Fyrstu jólin sem hún eldaði sjálf vantaði hana uppskrift að salati með hamborgarhryggnum, leitaði til frænku sinnar og fékk hjá henni uppskrift. Hún gerði þetta salat á jólunum, fannst það … Halda áfram að lesa: Jólahefðir og salöt

Rósabaka

Ég held ég hafi sagt um daginn að nú færi ég að koma með eitthvað af jólauppskriftum, kominn tími til. En það þýðir ekki bara steikur og sætmeti og svoleiðis, þótt það sé kannski uppistaðan í hefðbundnum jólamat. Bæði er nú ýmislegt annað sem fer á jólaborðið og svo er líka hægt að hafa ýmislegt … Halda áfram að lesa: Rósabaka

Kjúklingur á jólaföstu

Ég er búin að vera að elda töluvert af fuglakjöti af ýmsu tagi að undanförnu, bæði fyrir sjálfa mig (og gesti) og fyrir myndatökur fyrir ýmis blöð og tímarit – heilar endur, andabringur, andalæri, kalkúnabringur, kalkúnaleggi, akurhænur, skoskar rjúpur, gæsabringur og eitthvað fleira – en eiginlega engan kjúkling. Sem gefur nú kannski dálítið skakka mynd … Halda áfram að lesa: Kjúklingur á jólaföstu