Gulrætur og gljái

Lífið er nú ekki bara lambakjöt, það er til dæmis gulrótakökur líka og hér er uppskrift að einni slíkri. Enda ætti einmitt allt að vera fullt af gómsætum nýuppteknum gulrótum núna. Helst íslenskum, auðvitað, en það er svosem ekki skilyrði … Ég gerði þessa köku fyrir MAN einhverntíma snemma í vor þegar ég var með … Halda áfram að lesa: Gulrætur og gljái

Lamb í wok

Ég er komin heim aftur eftir að hafa átt nokkra góða daga í Belgíu – Brugge og Brussel – og borðað fullt af góðum mat af ýmsu tagi, á býsna ólíkum veitingahúsum. Reyndar eru Belgar ekki síst þekktir fyrir bjór og súkkulaði; ég er ekki mikil bjórmanneskja þótt ég fengi mér þrjá eða fjóra bjóra … Halda áfram að lesa: Lamb í wok

Blöðin og stilkarnir

Það er eitthvað mjög dularfullt í gangi með þetta kjötfjall, sem er víst bara þúfa eða jafnvel hola. En hvað sem því líður held ég að öll sú umræða sem hefur farið í gang gæti haft jákvæð áhrif að ýmsu leyti. Að minnsta kosti ef hún verður til þess að einhverju leyti að afurðastöðvar, kjötvinnslur … Halda áfram að lesa: Blöðin og stilkarnir

Og nú til Norður-Afríku

Ýmsir af lambahakksréttunum sem ég hef verið að gera að undanförnu (og ætla að gera núna í haust því ég er með ýmislegt á prjónunum) hafa verið ættaðir frá austanverðu Miðjarðarhafinu og Norður-Afríku, enda kunna menn þar ýmislegt fyrir sér í eldamennsku á lambakjöti. Þessi hér er engin undantekning en hér er reyndar slegið saman … Halda áfram að lesa: Og nú til Norður-Afríku