Tilgangurinn

12 athugasemdir við “Tilgangurinn”

 1. Sæl
  Ég fékk mér Nikon – en vinur minn ráðlagði mér að fá mér fasta linsu til að taka myndir af matnum. Nikkor 35 1:1.8 – þá fær maður mjög góða skerpu í myndirnar og litir ná betur að njóta sín.
  mbk, Ragnar

 2. Þú ert gúrúið mitt í matargerð! 🙂 Ég hef fylgst með blogginu þínu árum saman og ,,Matarást“ er biblían mín í eldhúsinu. Gaman að sjá hvað þú ert dugleg að blogga hér og allt er svo girnilegt!

 3. Takk fyrir það. Ég er að þessu aðallega af því að mig vantaði vettvang fyrir myndirnar sem ég er að skemmta mér við að taka og líka fyrir tilraunirnar mínar í eldhúsinu (ekki allar jafnvel heppnaðar reyndar). En færslunum fækkar nú líklega eitthvað eftir því sem haustar og birtan minnkar – ég mynda eingöngu við dagsbirtu og reikna ekki með að það breytist á næstunni.

 4. Nanna mín. Ég er nú alveg svakalegur aðdáandi þinn allar götur síðan þú áttir að fá verðlaunin fyrir matarást. Og gaman að þú skulir vera með síðu með mat. Má maður spyrja örstuttra spurninga hér á síðunni ?

  1. Já, guðvelkomið. Ég var að henda upp sérstakri undirsíðu þar sem má setja inn spurningar sem kannski tengjast ekki einstökum uppskriftum.

 5. Eina ruslfæðið, sem ég hef ánetjast í lífinu er taramasalata (og dýfa sleikiputta oní og selleríi). Ég hef reynt að búa það til hér á landi með t.d. norsku kavíartúbunum. Ómögulegt. Hvar fær maður reykt þorskhrogn hér á landi til að búa til almennilegt taramasalata ?

  1. Þú segir nokkuð. Bakkavör var með þetta, gott ef þeir hófu ekki útrásina sína einmitt á reykta þorskhrognamarkaðnum í Bretlandi … Arftakinn er held ég Fram Foods í Reykjanesbæ, það mætti reyna að hafa samband við þá og athuga hvort þeir selja eitthvað á innanlandsmarkað.

   Svo minnir mig endilega að ég hafi einhverntíma keypt reykt þorskhrogn í Kolaportinu en hver framleiddi þau man ég alls ekki.

   Ef einhver veit eitthvað um þetta, látið þá endilega vita.

 6. Rakst á bloggið þitt í leit að „eggjahreiðurs“/fljótandi eyja súpunni frá því í gamla daga. Gæti best trúað að þetta sé sama uppskriftin og mamma notaði. Ég er þér þakklát fyrir hjálpina.

  Á eftir að líta við hjá þér oftar. Vel skrifað og vel skipulegt blogg!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s