Hollusta? Njaaa …

Ég er að hlusta á kosningaumræður með öðru eyranu en samt aðallega að liggja á meltunni eftir góðan kvöldverð og láta mér líða ósköp vel … Ég var með fjölskylduna í mat og bauð þeim upp á steikt andalæri með kartöflugratíni, linsubaunum, steiktum sveppum og salati, sem var barasta alveg ljómandi gott allt saman. Ég … Halda áfram að lesa: Hollusta? Njaaa …

Hakk og halloumi

Áfram með smjörið – nei, hakkið var það víst. Því að ég er svo ánægð með að ófrosið lambahakk skuli núna vera auðfengið og ég vil endilega að það verði framhald á því og þá vantar kannski uppskriftir og hugmyndir. Ég held nefnilega að það sé töluvert til í því sem maður hefur heyrt hjá … Halda áfram að lesa: Hakk og halloumi

Sætsúr sítrónubaka

Er ekki kominn tími á eitthvert sætmeti? Kökur og kruðerí alltsvo. Ég er reyndar ekki að útbúa neitt slíkt um þessar mundir (en það fer að líða að því, ég þarf að fara að undirbúa einhverja jólaþætti hvað úr hverju) en ég á nú ýmislegt á lager, þar á meðal kökur og ábætisrétti … Svo … Halda áfram að lesa: Sætsúr sítrónubaka

Kryddaðar og ristaðar

Það er víst kominn október og haustið skollið á; trjágróðurinn óðum að breyta um lit og mikið óskaplega var fallegt að aka um Borgarfjörðinn þegar við vorum að koma að norðan í gær; öll litbrigði haustsins og glóandi rautt sólarlag. Og úti á svölunum er ég að byrja að undirbúa veturinn, búin að taka rósmarínið … Halda áfram að lesa: Kryddaðar og ristaðar