Áfram með hakkið …

Ég keypti nú ekki bara einn pakka af lambahakki í Krónunni í gær fyrst það var loksins til. Og í þetta sinn leitaði hugurinn til Marokkó og ég mundi eftir hádegisstund fyrir níu árum, þegar ég og dótturdóttirin sátum á veitingastað uppi á húsþaki rétt hjá Djemmaa el-Fna, aðaltorginu í Marrakesh, og borðuðum kefta kebab … Halda áfram að lesa: Áfram með hakkið …

Lambabollur

Ég hef töluvert verið að tuða yfir því að undanförnu (og reyndar árum saman) að erfitt sé að nálgast lambahakk í búðum, ekki síst ófrosið. Og hef ekki verið ein um það tuð, síður en svo. Jú, einhverjar búðir hafa haft þetta til í kjötborði oftast nær, en þær eru fáar og staðsetningin ekki hentug … Halda áfram að lesa: Lambabollur

Aldur engin fyrirstaða

Annars finnst mér skrítið hvað fregnir af lambakjötsfjallinu eru óljósar og stundum misvísandi, bæði hvað það er stórt og hvers konar kjöt þetta er aðallega. Sumstaðar skilst manni að ekkert sé til af hryggjum og lærum, annars staðar nóg, sumir segja að þetta séu aðallega frampartar, kjöt af fullorðnu og svo hausar og innmatur. Ég … Halda áfram að lesa: Aldur engin fyrirstaða

Lokið við lærið

Þá er komið að síðasta hlutanum af lambalærinu sem ég keypti í síðustu viku, ég eldaði hann þegar ég kom heim núna áðan. Þetta tveggja kílóa læri er búið að duga mér í fjórar ólíkar máltíðir, sem allar nema hugsanlega sú fyrsta hefðu dugað vel fyrir tvo. Þannig að þetta eru 7-8 skammtar af kjöti … Halda áfram að lesa: Lokið við lærið

Hversdagssteik

Ég þurfti í búð eftir vinnu og fór í Krónuna á Granda. Ég held að ég hafi nefnt um daginn að þegar ég fór í leiðangur að skoða framboð á lambakjöti í búðum fannst mér úrvalið af bitum af því tagi sem ég hef verið að leita eftir – ófrosnir, tiltölulega ódýrir, ekki mjög stórir … Halda áfram að lesa: Hversdagssteik