Lokið við lærið

Þá er komið að síðasta hlutanum af lambalærinu sem ég keypti í síðustu viku, ég eldaði hann þegar ég kom heim núna áðan. Þetta tveggja kílóa læri er búið að duga mér í fjórar ólíkar máltíðir, sem allar nema hugsanlega sú fyrsta hefðu dugað vel fyrir tvo. Þannig að þetta eru 7-8 skammtar af kjöti fyrir 2000 krónur, eða 250-300 krónur hver. Mér finnst það nú ekki dýrt. Auðvitað var svo grænmeti eða annað með og ég tók ekkert saman hvað það kostaði en var nú samt að reyna að nota ekkert mjög dýrt hráefni því markmiðið var að elda hversdagsmat. Ókei, hversdagsmat á mínu heimili allavega.

Hér eru semsagt réttirnir fjórir sem ég gerði úr þessu eina læri.

_MG_2470 _MG_2747 _MG_2795 _MG_2826

Það var annar gúllasskammturinn sem var eftir. Hinn notaði ég í souvlaki í fyrradag og eins og ég sagði þá flokkaði ég kjöti sem ég skar í gúllasbita dálítið niður og setti bitana sem ég skar af leggnum og þá sem voru með miklu af himnum í annan pakkann því þeir þurfa lengri eldun. Hefðu ekki verið heppilegir í souvlaki. En hér voru þeir fínir því að ég útbjó pottrétt. Lambakjöt er þó meyrt og þeir þurftu ekki líkt því eins langa eldun og gera má ráð fyrir með nautagúllas (þótt það geti verið misjafnt). Og eins og ég hef sagt finnst mér betra að bitarnir séu ekki mjög litlir; ég hefði t.d. ekki notað smátt skorna kjötið sem ég keypti í þennan rétt og var kallað gúllas í réttinn.

_MG_2799

Hvað sem því líður: Ég byrjaði á að blanda saman 2 msk af hveiti, 1 tsk af þurrkuðu timjani, góðum skammti af pipar og dálitlu salti á diski. Það var ekki tilviljun að ég notaði disk merktan Kaupfélagi Skagfirðinga, mér fannst það viðeigandi. Þótt lærið væri reyndar ekki skagfirskt.

_MG_2801

Svo tók ég kjötið – þetta voru rúmlega 400 g – og velti bitunum vel upp úr hveitiblöndunni. Setti afganginn af hveitinu til hliðar og geymdi.

_MG_2804

Hitaði svo 2 msk af olíu í þykkbotna potti og brúnaði kjötið vel á öllum hliðum við góðan hita. Svo tók ég bitana upp með gataspaða og setti þá á disk.

_MG_2806

Ég var búin að skera niður einn lauk og tvær eða þrjár gulrætur, sem ég setti í pottinn (bætti við 1 msk af olíu) og lét krauma í nokkrar mínútur. Bætti svo við rósmaríngrein og salvíublaði af svölunum og lárviðarlaufi sem ég rækta í eldhúsglugganum, en það má nota aðrar kryddjurtir, ferskar eða þurrkaðar.

_MG_2814

Svo setti ég kjötið aftur í pottinn, skar niður þrjá vel þroskaða tómata og setti út í, stráði afganginum af hveitinu yfir, hellti svo 1 msk af balsamediki (eða rauðvínsediki) og 300 ml af vatni í pottinn, hrærði vel, hitaði að suðu, setti lok yfir og lét malla á vægum hita í svona 4o mínútur, eða þar til kjötið var að verða meyrt. Þá veiddi ég kryddjurtirnar upp úr (en ef þær finnast ekki er það allt í lagi).

_MG_2816

Ég skar stilkinn úr 2-3 grænkálsblöðum, grófsaxaði þau, setti út í, lokaði pottinum og lét malla í 8-10 mínútur í viðbót.

_MG_2818

Smakkaði sósuna og bragðbætti hana eftir þörfum. Og þá var þetta bara komið. (Þetta getur líka orðið ágætis kjötsúpa, bara nota meira vatn.)

_MG_2826Oftast geri ég nú t.d. kartöflustöppu eða sætkartöflustöppu, sýð hrísgrjón, bygg eða eitthvað slíkt og ber fram með svona pottréttum. En ég var ekkert banhungruð svo að ég lét bara salat nægja.

_MG_2837

Þetta var bara ágætis endahnútur á lambalærið.

*

Lambapottréttur með tómötum, gulrótum og grænkáli

(fyrir 2)

400-500 g lambagúllas, helst ekki mjög smátt skorið

2 msk hveiti

1 tsk timjan, þurrkað

pipar

salt

3 msk olía

1 laukur

2-3 gulrætur

kryddjurtir (ég notaði rósmarín, lárviðarlauf og salvíu)

3 tómatar, vel þroskaðir

1 msk balsamedik

300 ml vatn

2-3 grænkálsblöð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s