Eggaldinmauk með grænmetinu, brauðinu, kornmetinu …

Ég hef lítið gert af því að elda eða hugsa um mat síðustu dagana, sem er nú ekki mjög algengt, en ég veiktist um áramótin  og hef ekki verið neitt sérstaklega lystarmikil síðan, fyrr en þá fyrst núna. Ég var meira að segja svo slöpp að ég útbjó mér hafraseyði. Í allskonar gömlum skáldsögum sem ég las mikið af þegar ég var barn var alltaf verið að næra sjúklinga á hafraseyði. Ég veit ekki alveg hvort það átti að vera sérlega styrkjandi fyrir sjúklinga eða hvort það var bara talið það eina sem sjúklingar réðu við að borða og melta. En ég er nú ekki frá því að ég hafi orðið ögn hressari þegar ég var búin að sloka í mig hafraseyðið.

Ég hef svosem ekki verið alveg vegan, það sem af er mánuðinum, enda stóð það nú aldrei til. En ég ætlaði að vera duglegri að setja inn uppskriftir sem henta grænkerum – jæja, það er nú nóg eftir af mánuðinum ennþá. Og svo er ég líka með vegan-uppskriftir í MAN, sem er nýkomið út. Þær eru ágætar, held ég bara.

En hér er uppskrift – þetta er reyndar ekki aðalréttur, heldur eggaldinídýfa eða mauk, sem er þó þannig að það er vel hægt að bera hana fram með grænmeti og brauði (kannski einhverju kornmeti líka) og láta duga sem máltíð.

Fimm ídýfur

Í desemberblaði MAN var ég sem sagt með smárétti í áramótaboðið (eða til að nota við önnur tilefni, eða bara að tilefnislausu) og þar á meðal einar fimm ídýfur. Allar nema ein ættu að henta fyrir grænkera (sú fimmta inniheldur fetaost en er samt hentug fyrir grænmetisætur þótt hún sé ekki vegan). Þetta er ein af þeim, eggaldinídýfa með tahini, sem er þarna næstfremst á myndinni.

IMG_4114

Ég byrjaði á að hita grillið í ofninum. Setti eggaldinið á grind sem ég hafði yfir ofnskúffu (gott að klæða hana með álpappír svo að safi sem lekur úr eggaldininu brenni ekki við), setti eitt heilt eggaldin á grindina og grillað það þar til hýðið var brúnt og stökkt og aldinkjötið mjúkt. Sneri því nokkrum sinnum á meðan. Svo tók ég eggaldinið út, pakkaði því lauslega inn í álpappír (eða plastpoka) og lét það bíða í nokkrar mínútur.

IMG_4117

Þá plokkaði ég hýðið utan af aldingkjötinu – eða það má líka bara skafa aldinkjötið úr hýðinu – og setti það í matvinnsluvél eða blandara. Bætti við 1-2 grófsöxuðum hvítlauksgeirum, 2 kúfuðum msk af tahini, 2 msk af sítrónusafa, 1/2 tsk af kummini, pipar og salti. Já, og lítilli lófafylli af fjallasteinselju (eða venjulegri steinselju).

Ég maukaði allt saman í matvinnsluvél eða blandara, smakkaði og bragðbætti eftir þörfum (t.d. með meiri sítrónusafa) og hrærði að lokum 1 msk af góðri ólífuolíu saman við.

2017-11-12 15.00.02

Eggaldinídýfa

1 eggaldin, meðalstórt

1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir gróft

2 msk tahini

2 msk sítrónusafi, eða eftir smekk

1/2 tsk kummin

lítil lófafylli af fjallasteinselju

pipar og salt eftir smekk

1 msk góð ólífuolía

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s