Sæt en með svolítilli sýru

Á meðan ég borðaði sykur var ég þó yfirleitt aldrei mikið fyrir dísætar kökur, eftirrétti og annað slíkt. Var til dæmis aldrei sérlega hrifin af marens og marenstertur með súkkulaði- eða karamellusósu, sælgæti eða öðru slíku voru ekki minn tebolli – mér fannst óþarfi að bæta sætu ofan á sætt. En ég veit að það eru sannarlega ekki allir sammála mér; ég hef mætt í kaffiveislur þar sem nánast ekkert var borið fram nema margar útgáfur af marenstertum. Og gerðu mikla lukku, nema hjá mér og stöku öðrum fýlupokum.

En ég gat samt alveg fengið mér sneið af kökum á borð við þessa hér; blöndu af sætum marens og mjúku kremi með svolítilli sýru úr jógúrtinni og berjunum. Brómber henta vel en það mætti líka nota hindber, bláber eða jarðarber (skorin í bita).

_MG_5445

Ég byrjaði á að hita ofninn í 170°C. Aðskildi sex egg, setti eggjahvíturnar  í hrærivélarskál (eða stál- eða glerskál, ef maður á ekki hrærivél) og þeytti þær þar til þær voru farnar að freyða vel. Vigtaði svo 300 g af sykri, byrjaði að setja hann út í smátt og smátt og þeyttui áfram þar til marensinn var vel stífur.

Ég sigtaði svo 1 msk af maizenamjöli yfir og blandaði því saman við með sleikju, ásamt 1 tsk af hvítvínsediki (eða eplaediki).

_MG_5446

Ég setti svo bökunarpappírsörk á plötu, setti marensinn á hana …

_MG_5448

… smurði marensinum jafnt á hana í þríhyrningog bakaðu hann í miðjum ofni í um 25 mínútur.

_MG_5465

Þá hvolfdi ég marensbotninum yfir á aðra bökunarpappírsörk, losaði hina örkina (þá sem marensinn var bakaður á) gætilega af honum og lét hann kólna.

Svo þeytti ég 250 ml af rjóma þar til hann var stífur og þeytti svo saman við hann 200 g af grískri jógúrt, 1 tsk af vanilluessens (eða vanillusykri) og 2 msk af Royal vanillubúðingsdufti (ekki bráðnauðsynlegt en gerir kremið stífara og það verður auðveldara að skera tertuna).

_MG_5546

Ég smurði svo kreminu jafnt á marensbotninn. Ég var með 250 g af brómberjum (má vera aðeins minna, mega líka vera önnur ber), tók nokkur frá til að skreyta en dreifði hinum jafnt yfir og rúllaði svo marensbotninum upp, frekar þétt. Kældi svo rúllutertuna.

Marensrúlluterta með berjum

Setti hana svo á fat, sigtaði dálítinn flórsykur yfir og skreytti með brómberjum.

*

Marensrúlluterta með berjum

6 eggjahvítur

300 g sykur

1 msk maíssterkja (maizenamjöl)

1 tsk hvítvíns- eða eplaedik

Krem:

250 ml rjómi

200 g grísk jógúrt

1 tsk vanilluessens

2 msk Royal vanillubúðingsduft

250 g brómber (eða önnur ber)

flórsykur til að sigta yfir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s