Með jólasteikinni

Jólin nálgast óðum, það fer ekkert framhjá mér þótt ég haldi ekki jól sjálf og sé þar af leiðandi ekki mikið í jólaundirbúningi eða jólamatargerð og -bakstri, nema fyrir Forláksmessuboðið mitt. En ég á hins vegar ansi mikið af jólauppskriftum og jólalegum uppskriftum á lager, það vantar ekki. Og ef ykkur vantar uppskriftir að jólamatnum má líka alveg benda á þessa bók hér, ég veit að hún hefur oft komið sér vel:

Screen Shot 2017-12-15 at 20.18.26

En allavega, hér er enn einn réttur sem hentar sem meðlæti með jólasteikinni – eða við eitthvert annað gott tækifæri. Þetta er frekar óhefðbundið en ef mann vantar einfalt, frísklegt og gott meðlæti, ekki síst með fuglakjöti eða villibráð …

Ég notaði ferskar sætuhrökkbaunir (sugar snap peas) en það má líka nota frosnar. Einnig mætti nota aðrar tegundir, svo sem sykurbaunir (snjóbaunir) eða strengjabaunir, en muna þá að aðlaga suðutímann – sykurbaunir þurfa t.d. aðeins um tveggja mínútna suðu, strengjabaunir aftur á móti lengri.

Ég byrjaði á að taka tvær sætar og safaríkar appelsínur. Byrjaði á að kreista safann úr annarri appelsínunni, setja hann í pott ásamt 3 msk af balsamediki og svolitlu salti, hita að suðu og lét þetta sjóða rösklega þar til vökvinn hefur minnkað á að giska um helming. Þá tók ég pottinn af hitanum og lét löginn kólna.

Svo tók ég 250 g af sætuhrökkbaunum og sauð þær í saltvatni í um 5 mínútur, eða þar til þær eru rétt tæplega meyrar. Það má líka nota frosnar baunir og setja þær frosnar í pottinn en þá þurfa þær ívið lengri suðu. Þá hellti ég þeim í sigti, lét kalt vatn buna á þær í nokkrar sekúndur, lét svo renna af þeim og hvolfdi þeim í skál.

_MG_1458

Ég tók svo hina appelsínuna og skar börkinn af henni með beittum hníf. Svo skar ég aldinkjötið innan úr hverjum appelsínugreira fyrir sig, þannig að allar himnur sátu eftir, og setti geirana í skálina með baununum.

_MG_1464

Síðan hellti ég balsam-appelsínublöndunni yfir og blandaði vel.

_MG_1499

Svo dreifði ég góðum slatta af klettasalati á disk og hellti innihaldi skálarinnar yfir.

_MG_1471

Appelsínu-balsam-baunir

2 appelsínur

3 msk balsamedik

salt

250 g sætuhrökkbaunir (sugar snap peas)

75 g klettasalat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s