Pottar og pönnur

Ókei, fyrst nýju steypujárnspottarnir mínir eru nú orðir blaðaefni (sjá DV í dag), þá er best að ég sýni ykkur þá. Facebookvinir mínir eru náttúrlega búnir að sjá þá því ég var að monta mig af þeim. Ég er nefnilega, eins og ég held að áður hafi komið fram, með steypujárnsblæti og þegar ég ákvað að … Halda áfram að lesa: Pottar og pönnur

Kraftmikil súpa

Jæja, þá er best að snúa sér aftur að matnum … Og nú er ég orðin alveg svakalega roskin og ráðsett, spurning hvort það mun á einhvern hátt koma fram í uppskriftunum. Ég var semsagt í Norður-Frakklandi, í Arras, á afmælinu mínu og hafði það alveg ljómandi gott, fræddist um ýmislegt, sá fallega og áhugaverða … Halda áfram að lesa: Kraftmikil súpa

Erindið til Arras

Þessi færsla er alls ekki neitt um mat. Hún er pínulítið um mig en aðallega um atburði sem gerðust fyrir hundrað árum. Stríð og svoleiðis. Og hún er mjög löng. Bara svo það sé á hreinu. Það er misjafnt hvað fólk gerir til að fagna því að hafa náð ákveðnum áfanga í lífinu, eins og … Halda áfram að lesa: Erindið til Arras

Baunabrúnkur

Eins og ég hef áður nefnt var ég í haust að gera tilraunir með uppskriftir að orkubitum og þess háttar fyrir barnabörnin og hér er annað sýnishorn – þetta eru reyndar fremur kökur en orkubitar; eiginlega eru þetta brúnkur. Brúnkurnar eru glúten-, eggja- og mjólkurefnalausar og innihalda ekki viðbættan sykur (en í þeim eru döðlur svo … Halda áfram að lesa: Baunabrúnkur