Kraftmikil súpa

Jæja, þá er best að snúa sér aftur að matnum … Og nú er ég orðin alveg svakalega roskin og ráðsett, spurning hvort það mun á einhvern hátt koma fram í uppskriftunum. Ég var semsagt í Norður-Frakklandi, í Arras, á afmælinu mínu og hafði það alveg ljómandi gott, fræddist um ýmislegt, sá fallega og áhugaverða hluti, borðaði góðan mat, fékk nokkrar matarhugmyndir, bölvaði veðrinu (sem var nú samt öllu betra en það er hér núna) … Svo kom ég við í London á heimleiðinni en það var nú aðallega til að kaupa mér pott.

Þessi fiskisúpa er samt ekki elduð í þeim potti því að uppskriftin birtist fyrst í MAN í haust sem leið. Hún á alveg ljómandi vel við í þessu veðri, heit, krydduð og matarmikil.

_MG_6454

Ég var með poka af frosinni sjávarréttablöndu, man satt að segja ekki hvort hann var 250 eða 300 g (en það er nú ekki stórmál) sem ég lét þiðna alveg. Svo hitaði ég 2 msk af ólífuolíu í potti, setti sjávarréttablönduna út í, kryddaðu með 1 tsk af paprikudufti (ég var með reykta papriku en það er smekksatriði, sumum þykir það kannski ekki passa í súpu), pipar og salti, lét krauma við góðan hita í 2-3 mínútur og hellti svo öllu úr pottinum í skál og setti til hliðar.

 

_MG_6455

Ég hitaði svo 2 msk af olíu til viðbótar í pottinum. Saxaði 1 lauk smátt og 2-3 hvítlauksgeira mjög smátt og lét krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Þá skar ég eina papriku (eða ég var reyndar með hálfa rauða og hálfa gula)  í litla bita, setti út í og lét krauma smástund.

_MG_6456

Þá kryddaði ég með 2 tsk af kummini, 2 tsk af kóríanderdufti og klípu af chiliflögum (eða cayennepipar), pipar og salti.

_MG_6457

Svo bætti ég 1 dós af söxuðum tómötum, 700 ml af vatni og2 tsk af  fiskikrafti í pottinn og lét þetta malla í um hálftíma.

_MG_6458

Ég tók svo um 400 g af fiski – má vera alls konar fiskur en ég var með lax og steinbít – og skar hann  í munnbitastærð. Setti hann út í og lét malla í 1 mínútu.

_MG_6459

Þá setti eg sjávarréttablönduna, ásamt vökva sem runnið hafði af henni, út í ásamt 150 g af maískorni (frosnu sem ég var búin að láta þiðna, en það má líka nota maís úr dós) og lét malla í um 2 mínútur í viðbót.

Mexíkósk sjávarréttasúpa 7

Ég smakkaði svo súpuna og bragðbætti hana með límónusafa og salti eftir smekk. Stráði dálitlu kóríanderlaufi yfir og bar fram.

Mexíkósk sjávarréttasúpa 9

Mexíkósk sjávarréttasúpa

250-300 g blandaðir sjávarréttir

4 msk ólífuolía

1 tsk paprikuduft, gjarna reykt

pipar og salt

1 laukur

2-3 hvítlauksgeirar

1 paprika (eða 1/2 rauð og 1/2 gul)

2 tsk kummin

2 tsk kóríanderduft

klípa af chiliflögum eða cayennepipar

1 dós saxaðir tómatar

700 ml vatn

2 tsk fiskikraftur

400 g fiskur, t.d. lax og steinbítur

150 g maískorn

1 límóna

kóríanderlauf

2 comments

  1. fyrir hve marga er þessi súpuskammtur ætlaður? mig langar að gera svona súpu fyrir 20 manns og er að velta fyrir mér magninu í þá súpu! kv. kristín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s