Einfalt og ágætt

Ég var á aðalfundi Félags bókaútgefenda, þar sem ég borðaði að vísu ekki fisk í aðalrétt en ýmsa fiskrétti í forrétt- en planið er hvort eð er ekki endilega að borða ekkert nema fisk út mánuðinn, heldur að elda ekkert nema fisk. Það gengur ágætlega ennþá en ég á eftir að leysa málið með sprengidaginn. En hér er einföld  uppskrift úr tapasþættinum sem ég gerði fyrir MAN í hitteðfyrra. Saltfiskur og kjúklingabaunir, gjörsvovel.

_MG_5526

Ég byrjaði á að taka 500 g af vel afvötnuðum saltfiski og skera í bita, 2-3 cm á kant. Svo opnaði ég eina dós af kjúklingabaunum, hellti þeim í sigti og lét renna vel af þeim. Saxaði svo einn lauk smátt og tvo hvítlauksgeira mjög smátt. Hitaði 75 ml af ólífuolíu á pönnu, setti lauk og hvítlauk á hana, kryddaði með pipar og svolitlu salti og lét krauma þar til laukurinn var að byrja að mýkjast. Þá setti égsaltfiskbitana á pönnuna og steikti við góðan hita í 1-2 mínútur, áður en ég sneri þeim.

_MG_5527

Svo hellti ég kjúklingabaununum á pönnuna og steiki  áfram í 1-2 mínútur. Lækkaði þá hitann, stráði 100 g af spínati yfir fiskinn og baunirnar, lagði lok yfir og lét krauma í um 2 mínútur í viðbót.

Saltfiskur (4)

Það má bera þetta fram á pönnunni en ég notaði reyndar eldfast leirfat sem ég var búin að hita í ofni (eða á hellu) og hafði gott brauð með.

_MG_5545

Steiktur saltfiskur og kjúklingabaunir

500 g saltfiskur, vel afvatnaður

1 dós kjúklingabaunir

1 laukur

2 hvítlauksgeirar

pipar og salt

75 ml ólífuolía

100 g spínat

 

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s