Vegan í desemberrokinu

Ég ákvað að gera smáhlé á jólauppskriftum til að koma að ekta vetrarrétti sem er reyndar vegan. Þetta er gómsætur en einfaldur bauna-karríréttur sem hægt er að hafa fremur mildan eða sterkkryddaðan, allt eftir smekk, og í svona veðri er fínt að hafa hann sterkan, finnst mér … Hér er blandað saman rauðum linsubaunum, sem sjóða í mauk, og grænum, sem halda lögun – mér finnst það gefa betri áferð en það má alveg nota grænar linsubaunir eingöngu.

Ég man ekki hvort ég tók einhverjar myndir af undirbúningnum en ég finn þær allavega ekki. En uppskrift að brauðinu má finna hér.

_MG_2352

Ég byrjaði á að saxa tvo lauka frekar smátt og 3-4 hvítlauksgeira og góðan bita af engifer mjög smátt. Hitaði svo 3 msk af olíu í potti, setti laukinn út í og síðan hvítlauk og engifer og lét krauma í nokkrar mínútur og mýkjast án þess að brúnast. Á meðan blandaði ég saman 2 tsk af kóríanderdufti, 2 tsk af kummini, 1 1/2 tsk af túrmeriki, nýmöluðum svörtum pipar og salti, hrærði svo öllu kryddinu saman við laukinn og lét krauma í 2–3 mínútur í viðbót. Ef maður vill hafa þetta vel sterkt má svo bæta við chiliflögum eða cayennepipar eftir smekk.

Svo tók ég 200 g af grænum linsubaunum og 200 g af rauðum linsubaunum og hrærði saman við. Hellti svo einni dós af kókosmjólk og 400 ml af vatni í pottinn, hitaði að suðu, setti lok á pottinn og lét malla við vægan hita í um hálftíma, eða þar til grænu linsubaunirnar voru meyrar en héldu enn lögun (þær rauðu ættu að vera farnar í mauk). Hrærði í öðru hverju og bætti við svolitlu vatni eftir þörfum. (Ef vökvinn er of mikill má hins vegar hækka hitann og taka lokið af síðustu mínúturnar.)

_MG_2393

Ég smakkaði svo karríið, bragðbætti eftir þörfum og bar það svo fram með soðnum hrísgrjónum og/eða roti eða öðru indversku brauði, kóríanderlaufi og límónubátum.

Linsubauna-kókoskarrí 

2 laukar, saxaðir

3–4 hvítlauksgeirar, saxaðir

5 cm biti af engiferrót, saxaður

3 msk jurtaolía

2 tsk kóríanderduft

2 tsk kummin

1 1/2 tsk túrmerik

nýmalaður svartur pipar

salt

e.t.v. chiliflögur eða cayennepipar

200 g grænar linsubaunir

200 g rauðar linsubaunir

1 dós kókosmjólk

400 ml vatn

kóríanderlauf

límónubátar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s