Einnar línu uppskrift

Bara ein stutt og snögg uppskrift fyrir svefninn … Afar einföld og fljótleg, hráefnislistinn er ekki langur og verklýsinginn í rauninni bara ein lína („maukaðu allt saman, smakkaðu og bragðbættu eftir þörfum“).  Styttra gerist það nú varla.

Ég gerði nokkrar ídýfur fyrir desemberblað MAN og þetta er ein þeirra; gríska fetaostsmaukið kopanisti – það er næstaftast á myndinn hér fyrir neðan.

2017-11-12 14.40.57

Til eru ýmsar útgáfur af kopanisti, margar þeirra appelsínugular eða ferskjubleikar eins og þessi hér en ég hef líka séð útgáfur sem eru nærri hvítar. Liturinn kemur annars af grilluðum paprikum, sem yfirleitt er í kopanisti – og oftast líka minta og chiliflögur. Svo er líka til grískur mygluostur sem heitir kopanisti mykonou, búinn til á eynni Mykonos – en það er önnur saga.

2017-11-12 13.52.38

Ég notaði litla hakkarann minn en það má líka nota matvinnsluvél. Byrjaði á að mylja 150 g af fetaosti út í. Helst ekta grískan þótt það megi notast við íslensku eftirlíkinguna. Svo bætti ég við 60 g af grillaðri papriku í olíu, einum stórum hvítlauksgeira, grófsöxuðum (eða tveimur minni, eða bara eftir smekk), 3 msk af ólífuolíu, 1 msk af fersku, söxuðu mintulaufi og smáklípu af chiliflögum – líka eftir smekk.

IMG_4199

Svo er bara að mauka þetta vel saman og smakka. Það er ekkert salt því fetaosturinn er saltur en ef manni finnst þurfa má bæta við salti og pipar.

*

Kopanisti

150 g fetaostur (kubbur), mulinn

60 g grilluð paprika í olíu

1 stór hvítlauksgeiri

3 msk góð ólífuolía

1 msk ferskt mintulauf, saxað

klípa af chiliflögum, eða eftir smekk

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s