Sykurlaus en sætur

Janúar, veganúar, aðhaldsmánuður eða hvað það nú er (samkvæmt gamla tímatalinu stendur mörsugur núna yfir; kannski ætti bara að taka það upp aftur, ýmsir myndu örugglega helst vilja láta soga af sér mörinn) – en það þýðir nú ekki að maður þurfi að lifa við tóm meinlæti og geti ekkert látið eftir sér. Þótt það sé kalt í veðri er til dæmis hægt að fá sér ís.

Hér er ís sem er nú heldur af hollari sortinni, þótt hann líti ekkert endilega út fyrir það. Þetta er einfaldur ávaxta-rjómaís sem féll vel í kramið hjá minni fjölskyldu, bæði þeim sem ekki borða sykur og hinum. Svo er hann einstaklega fallegur á borði, ekki síst ef eitthvað fagurgrænt er haft með. Kannski  dálítið jólalegur, enda gerður fyrir jólablað MAN – en það má líka alveg skreyta hann öðruvísi. Og jólin eru heldur ekkert endilega búið þótt jólasukkið sé það – allavega eru jólaskreytingar víða uppi enn. Reyndar ekki hjá mér því ég skreytti eiginlega ekkert, stillti bara upp fáeinum jólasveinum á skenkinn svona rétt til að sýnast og fór svo til útlanda. Þannig að það var svosem ekkert að taka niður.

En hvað sem því líður, þá er það ísinn. Hann er sykurlaus en nei, ekki vegan.

_mg_8960

Ég á yfirleitt slatta af vel þroskuðum banönum í frysti – suma frysti ég heila, aðra í bitum; suma frysti ég með hýði, aðra án. Ég sótti um 250 grömm af banönum í bitum (þyngdin er miðuð við hýðislausa); ef maður á bara heila banana og kannski með hýði er best að láta þá mýkjast dálítið og fjarlægja svo hýðið. Ég setti þá í matvinnsluvélina og grófhakkaði þá.

_mg_8961

Svo bætti ég við 200 g af frosnum jarðarberjum og maukaði þau saman við.

_mg_8964

Braut svo tvö egg og setti út í …

_mg_8965

… og lét vélina ganga þar til maukið var nokkuð slétt.

_mg_8967

Í rauninni er maður þarna kominn með alveg ágætis instant ís og þarf ekki að gera meira ef út í það fer. Hægt að borða hann strax.

_mg_8968

En ég vildi mýkri ís svo að ég stífþeytti 250 ml af rjóma í skál og blandaði svo ávaxtablöndunni saman við með sleikju. Setti þetta svo í jólakökuform og frysti.

_mg_9099

Ég bjó svo til jarðarberjasósu á ísinn. Setti 200 g af frosnum jarðarberjum í pott og kreisti safann úr einni (safaríkri) appelsínu yfir – það er ekkert verra að svolítið af aldinkjötinu fari með.

_mg_9107

Ég hitaði þetta rólega og lét  sjóða í nokkrar mínútur. Af því að ég vildi hafa sósuna hárauða bætti ég svo við nokkrum dropum af matarlit. Síðan maukaði ég sósuna í matvinnsluvél (eða blandara) og lét hana kólna.

jardarberjais2

Ég tók svo ísinn úr frysti með góðum fyrirvara til að láta hann mýkjast. Setti hann á fat, skreytti með ferskum jarðarberjum og dvergbasilíku (það má líka nota t.d. mintu, eða bara eitthvað allt annað), dreypti dálitlu af sósunni yfir og bar afganginn fram með.

_mg_9108

Sykurlaus jarðarberjaís með jarðarberjasósu

 

250 g mjög vel þroskaðir bananar, frystir í bitum án hýðis

200 g frosin jarðarber

2 egg

250 ml rjómi

*

Jarðarberjasósa

200 g frosin jarðarber

1 safarík appelsína

e.t.v. nokkrir dropar af rauðum matarlit

*

fersk jarðarber

e.t.v. dvergbasilíka eða minta til skreytingar

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s