Kostir kollagensins

4 athugasemdir við “Kostir kollagensins”

 1. Áhugaverður réttur sem þetta virðist vera. Það er mjög gaman að fylgjast með blogginu þínu og eldamennskunni. Ég var einmitt að vandræðast með bóg af folaldi. Ég kann ekki mikið að elda úr seigu hlutunum af svona stórum gripum en það er áskorun og alltaf fríðlegt að sjá hvað þú hefur fram að færa. Ég hefði örugglega prófað þessa leið við að elda bóginn ef ég hefði séð hann fyrr. En það eru fleiri seigir bitar eftir til að prófa þetta á. Hefur þú reynslu af því að marinera seiga bita fyrir eldun?

  1. Já, en mér finnst það nú oft ekki gefa góða raun hvað meyrnunina varðar (getur hins vegar oft bætt bragðið mikið). Maríneringin verkar fyrst og fremst á yfirborðið og gengur ekki langt inn í kjötið svo að stærri bitar meyrna lítið og ef maríneringin er frekar sýrurík getur hún jafnvel gert kjötið seigara (minni bita). Maríneringar sem innihalda efnakljúfa eins og papain geta framkallað leiðinlega áferð því þær brjóta niður vöðvana. Jógúrt- og súrmjólkurmaríneringar geta verkað vel á minni bita en fyrir stærri steikur er hæg og róleg eldun alltaf langbesta aðferðin. Lokað ílát, lágur hiti, ekki of mikill vökvi, gjarna grænmeti og kryddjurtir með til að fá betra bragð og kraftmeira soð í sósuna.

   Það er hins vegar oft ágætt að bæta einhverju súru hráefni (ekki of miklu eða of súru þó) út í – þess vegna setti ég edikið en það mætti líka nota t.d. vín, sítrónu eða tómata.

 2. Verandi mikill aðdáandi bóka þinna, gula bókin þín, sú þykka, er að detta af kjölnum sökum nánast daglegrar notkunar.

  Það er svo gaman og áhugavert þegar þú skrifar um mat í uppskrift eins og þessari, matur sem er ekki kannski alltaf á borðum en þar sem maður er að leita að einhverju ákveðnu bragði sem einungis fæst á þennan veg.

  Þess vegna langar mig að koma með eigingjarna ósk; þ.e.a.s. að þú íhugir að skrifa bók um svona ,,öðruvísi“ mat. Ég hef lesið hér uppskriftir eftir þig sem fjalla um svið, innmat, framandi egg, slög, hausa, ála, kálfatungur, reykingar og slíkt. Kannski ekki vikublaðamatur eins og í MAN, en hrikalega áhugaverður og spennandi. Eins og konar matarbók fyrir þá sem þora! Kynna matinn sem ratar ekki alltaf á borðin fyrir fólki. Það hljómar allavega mjög spennandi í mínum eyrum sérstaklega ef mikill texti fylgir uppskriftunum….

  Býð mig fram til að redda þér veiðimönnum og sjómönnum til að bjarga þér um hráefni í þannig uppskriftir.

  með bestu kveðju
  Lilja P.

  1. Takk fyrir það. Þetta er hugmynd sem ég hef stundum verið að velta fyrir mér – eða einhverju í þessum dúr allavega – af því að mér finnst afskaplega gaman að svona eldamennsku. Veit þó ekki hver markaðurinn væri. En ég er með þetta á bak við eyrað; er einmitt að fara að gera tilraunir fyrir hugsanlega bók þar sem örugglega verður eitthvað af uppskriftum af þessu tagi ef af verður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s