Ólympíufiskur

Ég er ekki sérstaklega mikil áhugamanneskja um íþróttir eins og áður hefur komið fram, örugglega oftsinnis, og alveg einkum og sér í lagi ekki um boltaíþróttir. Aftur á móti kemur fyrir að ég horfi á frjálsíþróttir, svona með öðru auganu, og ég er ekki frá því að áhuginn á þeim hafi ögn aukist eftir að dóttursonurinn fór að æfa frjálsar og vinna til verðlauna og svona. Hann er bara nokkuð efnilegur, drengurinn. En ég ætla mér ekki að fullyrða að hann hafi erft þessa hæfileika frá ömmunni og spurning hvort mataræðið hefur nokkru ráðið heldur. Þótt hann borði nú stundum hjá mér, blessaður.

Þetta var ömmumontið. En jafnframt formáli að því að þegar ég var að plana snemma í vor hvað ég ætlaði að gera fyrir MAN í sumar – var að reyna að vinna dálítið fram í tímann vegna sumarleyfa en þegar ég var í þessum pælingum hafði ég ekki hugmynd um að sumarfríið mitt myndi fara meira og minna í búferlaflutninga – þá kom mér í hug að í ágúst væru jú Ólympíuleikar (sem snúast í mínum huga fyrst og fremst um frjálsar íþróttir) og þeir væru í Brasilíu og væri þá ekki bara tilvalið að vera með brasilískt þema í ágústblaðinu? Brasilísk matargerð er fjölbreytt og skemmtileg og það varð úr að ég gerði brasilískan matarþátt fyrir blaðið. Uppskriftirnar úr honum eiga sjálfsagt eftir að koma hér, að minnsta kosti sumar hverjar, og hér er allavega sú fyrsta.

Vinsælasti fiskurinn í Brasilíu er án efa saltfiskur, það er að segja saltaður þorskur – bacalhau – enda var landið portúgölsk nýlenda og Portúgalir eru miklar saltfiskætur. Þeir fluttu saltfiskinn – eða saltfiskréttina sína – með sér til Brasilíu og þar var hann mjög algengur; var líka fremur ódýr en nú er hann dýr og aðallega hafður til matar á tyllidögum og hátíðisdögum, oft um jólin. Þessi uppskrift hér er tilbrigði við hefðbundinn rétt og saltfiskurinn er bakaður undir þekju úr kasjúhnetukurli og brauðmylsnu.

Ég byrjaði á að taka um 800 g af góðum saltfiski, þykkum bitum (hnakkastykkjum). og skera í fjóra bita (þeir mega auðvitað vera fleiri ef því er að skipta).  Saltfiskurinn þarf að vera vel afvatnaður svo að ef maður er ekki viss hvort svo sé er kannski öruggara að leggja hann í kalt vatn í nokkrar klukkustundir og þerra hann svo.

_mg_2588

 

Ég hellti svo 1 msk af ólífuolíu í eldfast mót og dreifði nokkrum timjangreinum í það.

_mg_2590

Svo kryddaði ég saltfiskinn með pipar, setti hann í mótið, dreifði fleiri timjangreinum yfir ásamt nokkrum þunnt skornum hvítlaukssneiðum og ýrði svo 2 msk af ólífuolíu yfir allt saman. Lét standa í svona 2 klst. (Ef maður má ekki vera að því eða gleymir því er það í lagi en fiskurinn verður betri ef hann er maríneraður.)

_mg_2596

Ég hitaði svo ofninn í 180°C og bakaði fiskinn í 10 mínútur. Á meðan setti ég kasjúhnetur (svona 100 ml) 200 ml af ferskri brauðmylsnu (þ.e. nýmuldu brauði), lófafylli af steinselju, einn saxaðan vorlauk, pipar og salt í matvinnsluvél eða blandara og lét ganga þar til allt var orðið að grófgerðri mylsnu. Svo tók ég fiskinn úr ofninum, tíndi hvítlaukssneiðarnar og timjangreinarnar ofan af honum og henti timjaninu en setti hvítlaukinn saman við mylsnuna.

_mg_2598

Svo hellti ég vökvanum úr fatinu (sem var aðallega olía) í matvinnsluvélina og maukaði hann og hvítlaukinn saman við mylsnuna.

_mg_2600

Svo skipti ég mylsnunni í fjóra hluta og dreifði hrúgu ofan á hvern fiskbita.

_mg_2602

Setti fatið aftur í ofninn og bakaði í 10-15 mínútur …

2016-07-03-19-26-58

… eða þar til fiskurinn var eldaður í gegn og mylsnuþekjan hefur tekið góðan lit.

2016-07-03-19-26-36

Ég bar fiskinn fram á salatblöðum og tómatsneiðum ásamt nokkrum kasjúhnetum en það mætti hafa annað grænmeti. Einnig mætti hafa t.d. kartöflustöppu eða pólentu með.

 

Bacalhau com crosta de castanha de caju

– saltfiskur með kasjúhnetuþekju

800 g saltfiskur, gjarna þorskhnakkar

3 msk ólífuolía

timjangreinar

pipar

2-3 hvítlauksgeirar

*

100 ml kasjúhnetur

200 ml fersk brauðmylsna

lófafylli af steinselju

1 vorlaukur

pipar

salt

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s