Súkkulaði án sykurs

8 athugasemdir við “Súkkulaði án sykurs”

  1. Finnst bækurnar þínar alveg frábærar, góður matur og auðveldar uppskriftir, ég lifi eftir allt er gott í hófi en elda mikið hollt elska að gera eitthvað með engum viðbættum hvítum sykri og þoli ekki gervi sætuefni og elska hreinlega nýjustu sykurlausu bókina þína, ísinn með bökuðu bönunum og döðlum vaktri gríðarega lukku hjá öllum á heimilinum og við teljum 5 á öllum aldri. Færlsurnar þínar á blogginu þínu er góðar og ég les þær oftast alveg í gegn og við hjónin vitnum oft í þig þegar þú talar um að pizzur og sushi hefur verið breytt kallast það ekki lengur sömu nöfnunum og tökum heilshugar undir það. Hlakka til að fylgjast áfram með þér og bæti nýjustu bókinni örugglega í safnið. Vel ger Nanna 🙂

    1. Takk fyrir það. Næsta bók verður svona heldur í hollari geiranum (eða bara maturinn sem ég er sjálf mest að borða núna), hversdagsmatur úr frekar hversdagslegu hráefni en í (vonandi) spennandi útfærslum/búningi.

  2. Mér finnst bækurnar þínar voða aðgenilegar og auðveldar í notkun, (á reyndar ekki fyrstu bókina bara hinar 3) . Uppskriftirnar eru mjög góðar og auðvelt að fara eftir þeim, finnst oft voða leiðinlegt þegar höfundar telja sig þufa að skreyta uppskriftir um of eða flækja þær til að láta matseldina virka eitthvað meira en hún er.

    1. Takk, eitt af markmiðunum hjá mér er einmitt að hafa uppskriftirnar heldur í einfaldara lagi, ég bendi þá stundum á eitthvað sem hægt er að gera (og er ekki nauðsynlegt en getur verið til bóta) frekar en að hafa það með í uppskriftinni.

  3. Gaf einmitt dótturinni sem er farin út til Danmerkur í nám Ömmumatarbókina mína (og keypti mér aðra sjálf í staðinn). Mjög fín stærð og brot, aðgengilegt og ekki allt of stórt eða mikið. Bakarinn í fjölskyldunni (yngri dóttirin) á svo múffubókina og mig langar í kjúklingabókina líka en er ekki (enn) dottin í sykurleysi 🙂

    1. Nei, það er svosem ekki fyrir alla – en gott að vita af því að það er alveg hægt að bjóða upp á ýmiss konar sætmeti án þess að nota sykur.

  4. Ég er hrifin af uppsetningunni af fyrri bókunum, stærðin er hentug og þær eru þægilega aðgengilegar. Ég greindist með sykursýki 1 fyrir ári og hef þurft að minnka sætmetið síðan. Svolítið erfitt í byrjun þar sem ég er mikill sætindagrís en ég hef prófað mig áfram með ýmislegt. Kannski ég bæti sykurlausu bókinni á jólagjafaóskalistann 🙂 Ég á nú þegar múffubókina og kjúklingabókina frá þér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s