Kökusísonið fer að byrja …

Ég er ekki byrjuð á jólabakstrinum. Reyndar efast ég um að ég baki mikið fyrir þessi jólin – verð ekki á landinu en baka kannski eitthvað smávegis fyrir Þorláksmessuboðið mitt, sem verður ekki á Þorláksmessu fremur en í fyrra … En ég á nokkrar óbirtar smákökuuppskriftir sem ég set líklega inn á næstunni.

Þær eru ekki sykurlausar – eða fæstar af þeim allavega. Ég var reyndar að baka þær fyrir rúmu ári, áður en ég hætti sjálf að borða sykur, en eins og áður hefur komið fram er ég ekkert endilega hætt að nota sykur þótt ég borði hann ekki sjálf svo að þær kökur sem ég kem til með að baka fyrir jólin verða sumar sykraðar. En ég get náttúrlega ekki smakkað þær svo að ef ég geri eitthvað sem ég hef ekki gert áður þarf ég að reysta á smakkara. Það er reyndar enginn skortur á þeim.

En þessar smakkað ég sjálf í fyrra og get vottað að þær eru bara ágætar. Ekkert mjög sætar en það er bæði hnetusmjör og jarðhnetur í þeim. Og súkkulaði.

Og á meðan ég man: Hér er pistill sem ég skrifaði einu sinni um smákökubakstur.

_MG_1766

Ég byrjaði á að hita ofninn í 180°C. Svo hrærði ég saman 125 g af linu smjöri, 75 g af sykri og 75 g af púðursykri og hrærði svo tveimur eggjum saman við.

_MG_1769

Síðan hrærði ég 175 g af hnetusmjöri og 1 tsk af vanilluessens vel saman við.

_MG_1775

Næst blandaði ég saman 200 g af hveiti, 25 g af kakódufti, 1 tsk lyftidufti,½ tsk af matarsóda og¼ tsk af salti og hrærði því saman við smjör/sykurblönduna. Best er að hræra þó ekki meira en þarf til að blanda vel saman.

_MG_1778

Að lokum blandaði ég 75 g af jarðhnetum (helst ósöltuðum en ef bara eru til salthnetur má notast við þær og sleppa þá saltinu úr uppskriftinni) og 200 g af súkkulaðidropum saman við.

_MG_1787

Ég setti hrúgur, á stærð við valhnetur, á pappírsklæddar bökunarplötur með teskeið og flatti þær aðeins út með fingurgómunum en þær ættu þó að vera um 1 cm þykkar. Það þarf ekkert að hafa rosalega mikið bil á milli, þessar kökur eiga ekki að fljóta mikið út.

_MG_1788

Ef lögunin er mjög óregluleg má líka nota fingurna til að gera þær kökurnar aðeins kringlóttari og flatari.

_MG_2273

Ég bakaði svo kökurnar á næstefstu rim í ofninum í 10-12 mínútur. Fylgdist vel með þeim síðustu mínúturnar og tók þær út þegar þær byrjuðu aðeins að  dökkna á jöðrunum. Lét þær kólna á plötunni í 1-2 mínútur og færði þær svo yfir á rist og lét kólna alveg.

_MG_2327

Þetta ættu að verða svona 40 smákökur.

*

Hnetusmjörs-súkkulaðbitakökur

125 g smjör, lint

75 g sykur

75 g púðursykur

2 egg

175 g hnetusmjör

1 tsk vanilluessens

200 g hveiti

25 g kakóduft

1 tsk lyftiduft

½ tsk matarsódi

¼ tsk salt

75 g jarðhnetur, helst ósaltaðar

100 g súkkulaðidropar

*

180°C, 10-12 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s