Komin með græjuna

Eins og ég sagði um daginn þegar ég var með uppskriftina að reykta kjúklingnum ákvað ég að reykja dálítið meira en vantaði bara betri græjur. Ég fór í nokkrar búðir til að leita mér að wokpönnu með loki sem hentaði betur til reykeldunar en sú sem ég átti fyrir og notaði um daginn. En annaðhvort voru ekki til pönnur með loki eða þær voru of dýrar til að ég vildi fjárfesta í þeim.

Hins vegar voru mér boðnar pönnur – fleiri en ein – sem lágu ónotaðar einhversstaðar í geymslum og fólk sá ekki fram á að nota af ýmsum ástæðum. Ég þáði eina þerira með þökkum, fór með hana heim og keypti mér svo lítið laxaflak til að reykja. Lax er nefnilega alveg ídeal til reykeldunar.

IMG_0257

 

Ég setti laxinn í maríneringu þegar ég kom með hann heim – hrærði saman 1 msk af olíu, 1 msk af s0jasósu, 1 tsk af hunangi og ögn af pipar.

IMG_0259

 

Svo skar ég laxinn í nokkra bita, velti þeim upp úr maríneringunni og lét liggja í hálftíma til klukkutíma; sneri bitunum nokkrum sinnum á meðan. Svo tók ég wokpönnuna, reif þrjár lengjur af álpappír – nógu langar til að báðir endar standa vel út fyrir barmana á wokpönnunni þegar lengjan er lögð yfir hana – og setti þar yfir pönnuna í kross. Eða stjörnu, öllu heldur, til að þekja alla pönnuna að innan.

IMG_0265

 

Ég átti meira af Earl Grey-teinu sem ég keypti fyrir mistök og klippti opna 7-8 poka og hellti innihaldinu á álpappírinn. Svo blandaði ég 2 msk af púðursykri og 4 msk af hrísgrjónum saman við. Mig vantar enn passlega grind (en ég held ég viti hvar ég fæ hana) svo ég notaði sama appírat og um daginn. Lagði það yfir teblönduna, kveikti undir og hitaði (á háum hita) þar til reykur fór að stíga upp.

IMG_0271

 

Svo setti ég laxabitana á bráðabirgðagrindina með roðið niður, hellti afganginum af maríneringunni yfir, setti svo lokið yfir og braut álpappírsendana inn yfir lokið.

IMG_0273

 

Ég hafði hitann fremur háan (líklega ívið hærri en þegar ég reykti kjúklinginn um daginn). Laxaflakið var lítið og bitarnir fremur þunnir svo ég reiknaði með að 9-10 mínútur væri hæfilegur tími og það reyndist rétt.

IMG_0275

 

Ég slökkti undir pönnunni eftir 9 mínútur, lét standa í svona mínútu en tók þá lokið af og athugaði hvort laxinn væri ekki tilbúinn. Sem hann var einmitt.

IMG_0309

 

Þetta er nú bara frekar girnilegt, er það ekki?

IMG_0308

 

Laxinn var alveg mátulega eldaður í gegn, safaríkur, mildur og góður.

Ég held ég sé ekkert að hætta að reykja strax.

2 comments

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s