Ekki alveg þýskt því það vantar sauerkraut …

Ég þarf að fara að gera mér ferð í Pylsumeistarann, hef ekki komið þangað um tíma. En í Nóatúni í dag var ég allt í einu gripin löngun í bratwurst og í kjötborðinu var til grillbratwurst frá Kjötpól, sem er alveg í lagi, enda sama fyrirtækið, er það ekki? Svo ég keypti þær. Og ákvað að vera bara ekkert heilsusamleg í dag og búa til sinnepsmajónes og kartöflusalat til að hafa með.

Ég byrjaði á að sjóða fáeinar kartöflur og eitt egg. Og meðan þetta var í pottinum bjó ég til majónesið. Sumir halda að það sé óttalegt vesen að búa til majónes en það tekur mun styttri tíma en að fara út í búð til að kaupa það. Jafnvel þótt búðin væri úti á næsta horni. Maður þarf egg, sítrónu, svolítið sinnep (ekki bráðnauðsynlegt), pipar, salt og svo auðvitað olíu. Ef þetta væri bara plein majónes mundi ég nota ólífuolíu til helminga á móti einhverri bragðmildri olíu en þar sem ég ætlaði hvort eð er að moka sinnepi út í notaði ég bara Isio.

Ég var bara að gera lítinn skammt svo að ég notaði litlu skálina á matvinnsluvélinni, hefði líka getað notað blandara ef ég ætti hann (eða gæti fundið hann, ég er viss um að ég á hann einhvers staðar eins og ég sagði um daginn) og setti í hana eina eggjarauðu, smávegis sinnep (svona hálfa sléttfulla teskeið; ef þetta væri plein majónes hefði ég notað fínkorna sinnep en ég var með grófkorna þar sem þetta á að vera sinnepsmajónes), pipar og salt og kreisti svo safann úr fjórðungi af sítrónu yfir.

Ég þeytti þetta saman og svo hellti ég 150 ml af olíu smátt og smátt saman við í mjórri bunu og lét vélina ganga á fullum hraða á meðan. Sósan er fyrst þunn og fljótandi en þykknar smátt og smátt eftir því sem meiri olíu er þeytt saman við.

Á endanum verður það svona. Ég smakkaði það, þeytti kúfaðri teskeið af sinnepi saman við, smakkaði aftur, bætti við nokkrum saltkornum og þá var það hæfilegt. Ég hefði líka getað sett ýmislegt í staðinn fyrir sinnepið, t.d. saxaðar kryddjurtir, tómatmauk, avókadó og margt annað.

En þetta varð semsagt sinnepsmajónes. Ég setti meirihlutann í skál en tók svona eina matskeið frá og setti í skál.

Hrærði nokkrum matskeiðum af hreinni jógúrt (eða sýrðum rjóma eða whatever) saman við, ásamt nokkrum söxuðum basilíkublöðum, grænu blöðunum af 2-3 vorlaukum og 1 msk af smátt söxuðum sýrðum gúrkum saman við.

Flysjaði kartöflurnar og skar í bita, skurnfletti eggið og skar það í bita og saxaði lófafylli af salatblöðum. Blandaði þessu öllu saman og lét standa smástund.

Á meðan skar ég bratwurstpylsurnar í sneiðar á ská og skar nokkra kokkteiltómata í helminga. Hitaði grillpönnu, penslaði hana með olíu og steikti pylsur og tómata á báðum hliðum.

Það vantaði eiginlega bara bjórglas með þessu.

2 comments

  1. Hvar fær maður svona girnilega sinnepskrukku? Er það hér á landi á?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s