Beikon, salat, tómatar og brauð – nei, ekki samloka

Annað salat, en gjörólíkt því sem ég var með uppskrift að í gær …  Ég held reyndar að ég hafi upphaflega gert þessa uppskrift með það í huga að hún hentaði til að taka með sem nesti í útilegu svo að hún er kannski fullsumarleg – en þó ekki.

Flestir kannast við BLT- samlokur  en hér er þetta borið fram sem salat. En þótt það gæti hentað að útbúa sem mest fyrirfram (ef þetta á t.d. að vera nesti), þá er best að setja sósuna ekki út á fyrr en skömmu áður en salatið er borið fram, annars linast brauðteningarnir upp og verða ekki stökkir, eins og þeir ættu að vera.

Ég hafði basilíkusósu með kotasælu með en það mætti lika hafa aðra sósu, t.d. pestó.

Ég finn ekki myndir af undirbúningnum og kannski tók ég bara engar. En það kemur nú kannski ekki mikið að sök.

BLT-salat

Ég byrjaði á að hita ofninn í 200°C. Svo tók ég nokkrar sneiðar af góðu brauði og skar það í í teninga. Svo setti ég 50 g af smjöri, tvo pressaða hvítlauksgeira, smátt saxaðar nálar af einni rósmaríngrein (má sleppa), pipar og salt í pott og hitaði þar til smjörið var bráðið. Þá tók ég pottinn af hitanum, setti brauðteningana út í og blandaði vel.

Síðan setti ég bökunarpappír á bökunarplötu, dreifði brauðteningum á helminginn og raðaði beikonsneiðum á hinn helminginn (það má líka notatvær plötur). Bakaði þetta í miðjum ofni. Ég tók svo plötuna út eftir 10-12 mínútur, eða þegar brauðteningarnir voru gullnir og stökkir, og tók þá af henni en bakaði beikonið áfram í nokkrar mínútur, þar til það var farið að verða stökkt (ef þarf; það getur verið að það sé orðið passlega steikt um leið og brauðteningarnir eru til.. Lét beikonið kólna á eldhúspappír og skerðu það svo gróft niður.

Svo bjó ég til sósuna: setti eina eggjarauðu, eina teskeið af sítrónusafa, hálfa teskeið af dijonsinnepi, pipar og salt í matvinnsluvél (eða blandara) og þeytti saman; þeytti svo olíunni smátt og smátt saman við, fyrst í dropatali en hraðar þegar majónesið fór að þykkna. Setti svo 100 g af kotasælu (það mætti líka nota sýrðan rjóma) og lófafylli af basilíku út í og þeytti áfram þar til sósan var alveg slétt.

BLT-salat (2)

Svo blandaði ég salatblöðum – svona 200 g, beikoninu, 150 g af kirsiberja tómötum og ristuðu brauðteningunum saman í skál eða á fati, dreypti dálítilli sósu yfir og bar afganginn fram með.

*

BLT-salat

fyrir 3-4

nokkrar sneiðar af góðu brauði

50 g smjör

2 hvítlauksgeirar, pressaðir

nálar af 1 rósmaríngrein (má sleppa)

pipar og salt

250 g beikon í sneiðum, helst þykkt skorið

200 g salatblöð

150 g kirsiberjatómatar

*

Basilíkusósa

1 eggjarauða

1 tsk sítrónusafi

1/2 tsk dijionsinnep

pipar og salt

5 msk ólífuolía

100 g kotasæla (eða sýrður rjómi)

lófafylli af basilíkublöðum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s