Mangó, kardimommur og pistasíur

Engar hrakfallasögur í dag, ég ætla bara að skjóta hér inn einum eftirrétti – hann er meira að segja sykurlaus, allavega þegar ég geri hann, en það má alveg setja svolítinn sykur ef manni finnst þurfa. Mér finnst það samt ekki, allavega ekki ef maður notar sæt og frískleg mangó eins og þau sem ég hafði voru. Hörð eða hálfhörð mangó sem ekki eru orðin fullþroska duga hins vegar ekki.

Þessi réttur er ættaður frá Indlandi. Margir austurlenskir eftirréttir eru mjög sætir en það verður semsagt ekkki sagt um þennan. Matarlímið er ekki hefðbundið en ég vildi hafa þetta svolítið búðingslegt.

_MG_7690

Ég var semsagt með tvö vel þroskuð mangó sem ég flysjaði og steinhreinsaði og skar svo í bita.

_MG_7696

Ég tók svo 6-8 kardimommur (ekki nota malaðar kardimommur), steytti þær í mortéli (það má líka setja þær í plastpoka og merja þær með kökukefli) og plokkaði svo hýðið frá og steytti kardimommufræin enn betur.

_MG_7699

Ég maukaði svo mangóið vel í matvinnsluvél (eða blandara), hrærði kardimommunum saman við og blandaði svo 300 g af grískri jógúrt saman við þetta. Bragðbætti blönduna með límónusafa (og ef manni finnst þurfa sykur má hræra dálitlu af honum saman við.

Það má alveg kæla búðinginn á þessu stigi, hann er góður þótt hann sé ekki mjög þykkur, en ég vildi hafa hann þykkari svo að ég lagði tvö matarlímsblöð í bleyti, bræddi þau svo í safa úr hálfri límónu og hrærði þessu saman við mangó-jógúrtblönduna.

_MG_7805

Ég hellti svo búðingnum í skálar (eða eina stóra skál) og kældi hann í nokkra klukkutíma. Skreytti með söxuðum pistasíum og fínrifnum límónuberki.

*

Mangóbúðingur með kardimommum

2 mangóaldin, vel þroskuð

6–8 kardimommur, heilar

300 g grísk jógúrt

e.t.v. svolítill sykur

1/2 límóna

2 matarlímsblöð (má sleppa)

nokkrar pistasíuhnetur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s