Franskar og tómatsósa – örlítið hollara kannski …

 

 

„Franskar“ þurfa ekki að vera kartöflur, það er hægt að nota margt annað rótargrænmeti, til dæmis gulrófur, gulrætur, nípur, sætar kartöflur, seljurót og hnúðkál. Sumt er hægt að djúpsteikja en oft er þægilegra að ofnbaka grænmetið og það er líka hollara. Hér notaði ég gulrófur. Sósan sem ég hafði með minnir á tómatsósu úr flösku en er líklega ívið hollari. Allavega er enginn viðbættur sykur í henni. Ég setti dálítið chili í hana en hún var ekkert sterk, það má auðvitað nota mun meira chili.

Ég byrjaði reyndar á að gera sósuna því hún þarf að kólna. Svo má geyma hana í ísskápnum – ég þori ekki að lofa að hún geymist lengur en í viku en ég geymdi þessa reyndar í meira en mánuð og það var í fínu lagi, kannski hefði hún geymst lengur en hún var bara búin …

_MG_9219

Ég setti eina dós af niðursoðnum tómötum, eitt fræhreinsað chilialdin, fjóra hvítlauksgeira, 10 steinhreinsaðar döðlur, 2 msk af hvítvínsediki, 1 tsk af paprikudufti og dálítið af pipar og salti í matvinnsluvél (eða blandara) og lét ganga þar til komið var alveg slétt mauk.

_MG_9222

Þá hellti ég því í pott, hrærði 4 msk af vatni saman við, hitaði að suðu og lét malla rólega í 8-10 mínútur, eða þar til sósan var hæfilega þykk. Hrærði öðru hverju.

_MG_9485 (1)

Svo setti ég sósuna í krukku og kældi hana.

_MG_9208

Ég byrjaði á að hita ofninn í 220°C. Svo flysjaði ég rófurnar, snyrti þær og skar þær í  um 1 cm þykkar sneiðar og hverja sneið síðan í um 1 cm breiða stauta. Það má nota ýmislegt annað rótargrænmeti sem er þá meðhöndlað eins.

_MG_9211

Ég blandaði svo saman í skál 3 msk af ólífuolíu, 1 tsk af þurrkuðu óreganói, 1/2 tsk af kóríanderdufti (mætti líka vera paprikuduft, eða hvorttveggja), cayennepipar á hnífsoddi, pipar og salti og velti kartöflustautunum vel upp úr olíublöndunni.

_MG_9224

Svo raðaði ég kartöflustautunum á pappírsklædda bökunarplötu og bakaði í miðjum ofni í um 30 mínútur, eða þar til grænmetið var orðið meyrt og farið að taka lit. Sneri stautunum einu sinni.

_MG_9260

Berðu þá fram heita eða volga með ídýfu, t.d. tómat-chilisósu.

*

Rótargrænmetisfranskar með tómat-chilisósu

500 g gulrófur eða annað rótargrænmeti

3 msk ólífuolía

1 tsk óreganó

1/2 tsk kóríanderduft eða paprikuduft

cayennepipar á hnífsoddi

pipar

salt

*

Tómat-chilisósa

1 dós tómatar

1 chilialdin, fræhreinsað

4 hvítlauksgeirar

10 döðlur, steinhreinsaðar

2 msk hvítvínsedik

1 tsk paprikuduft

pipar

salt

4 msk vatn

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s