Vorlegt og vænt

Ég áttaði mig allt í einu á því að það er víst að koma hvítasunna. Og þá er nú alveg ástæða til að hafa eitthvað aðeins sparilegra í matinn. Eitthvað litríkt og vorlegt af því að  … já, af þvi að það er vor. Veðurspáin fyrir helgina reyndar ekkert sérstök, held ég, en samt … Svo að hér er uppskrift að andabringusalati sem ég gerði fyrir MAN og birtist í aprílblaðinu. Getur verið forréttur eða léttur aðalréttur. Þetta er allavega litríkt, glaðlegt og veislulegt salat.

Bringurnar eru bornar fram á/með byggi en það mætti svosem alveg nota hrísgrjón eða kúskús eða eitthvað slíkt. Og ég var með perlubygg frá Móður Jörð í Vallanesi en það má auðvitað vera venjulegt bygg. Perlubyggið er bara bragðbetra og mun fljótsoðnara (15-20 mínútur).

Hér notaði ég tvær meðalstórar andabringur og það dugir í forrétt fyrir 6-8 manns. Best er að taka bringurnar úr frysti daginn áður og láta þær þiðna í ísskáp.

Ég byrjaði á að sjóða 150 g af perlubyggi samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum (eða reyndar sýð ég það alltaf í hrísgrjónapotti), hellti því í sigti og hvolfdi því svo í skál, blandaðu 2 msk af ólífuolíu, safa úr 1/2 sítrónu, pipar og salti saman við og lét kólna.

 

_MG_0865

Ég hitaði ofninn í 200°C og hitaði lítið, eldfast mót í honum. Svo tók ég bringurnar og skar krossmynstur í fituna  en gætti þess að skera ekki í kjötið.

_MG_0866 (2)

Ég kryddaði bringurnar með pipar og salti, setti þær á kalda pönnu með fituhliðina niður og steikti við nokkuð góðan hita í um 6 mínútur, þar til fitan var farin að renna vel úr bringunum. Þá sneri ég þeim við og steikti í 1-2 mínútur.

_MG_0871 (1)

Þá setti ég þær í eldfasta mótið með fituhliðina upp og steikti í ofninum í 10-12 mínútur. (Þá eru þær rétt gegnsteiktar en ef þær eiga að vera rauðar í miðju þarf styttri tíma.) Tók þær svo út og lét kólna.

_MG_1099

Ég blandaði 70-100 g af klettasalati og fræjum úr hálfu granatepli saman við byggið þegar það hafði kólnað.

_MG_1100 (1)

Skar svo andabringurnar í þunnar sneiðar á ská og blandaði þeim saman við, ásamt 50 g af af bláberjunm..

_MG_1137

Dreifði salatinu á fat og skreytti með meir bláberjum og líka rifsberjum, af því að ég átti þau (en það mætti líka nota jarðarber, eða láta bláberin duga).

_MG_1171

*

Andabringusalat með byggi og berjum

150 g perlubygg (eða bankabygg)

2 msk ólífuolía

safi úr 1/2 sítrónu

pipar

salt

2 andabringur

100 g klettasalat

fræ úr 1/2 granatepli

100 g bláber

rifsber (má sleppa)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s