Rófugóðgæti

Ég er orðin svolítið leið á forsetakosningasirkusinum í bili allavega. Svo að ég ákvað að snúa mér bara að uppskriftum í staðinn. Reyndar er ég að ganga frá uppskriftum fyrir júníblað MAN en þær koma nú allavega ekki hér á næstunni; hins vegar er hér uppskrift sem var í marsblaðinu. Og best að ég flýti mér bara að setja hana inn, áður en ég hætti við … en ég get náttúrlega hætt við að hætta við og svo hætt við það líka … Nei. Ég vind mér bara í rófurnar. Við erum nefnilega að tala um gulrófur.

Margir þekkja rófur eingöngu soðnar með ýmsum hefðbundnum íslenskum réttum, heilar eða í stöppu, en það er hægt að gera margt annað með þær.

_MG_9207

Ég átti nokkrar litlar rófur (litlar eru betri en stórar), svona 600-800 g. Tók þær og flysjaði þær. Og svo kveikti ég á ofninum og stillti hann á 200°C.

_MG_9212

Svo skar ég rófurnar í teninga, 2-2 1/2 cm á kant.

_MG_9213

Blandaði saman í skál 3 msk af ólífuolíu, kúfaðri teskeið af dijonsinnepi, blöðum af nokkrum timjangreinum, 1 tsk af óreganói, 1 tsk af paprikudufti, pipar og salti.

_MG_9214

Og svo setti ég teningana út í og velti þeim vel upp úr blöndunni.

_MG_9231

Ég hellti svo öllu saman í eldfast mót og bakaði gulrófuteningana  í 30-40 mínútur, eða þar til þeir voru meyrir og farnir að taka lit.

Bakaðar rófur (4)

Þetta er til dæmis fínasta meðlæti með ýmsum fiski eða með kjúklingi. Það má líka hafa teningana eintóma með salati eða einhverju slíku.

*

Sinnepskryddaðir gulrófuteningar

600-800 g rófur

3 msk ólífuolía

1 kúfuð tsk dijonsinnep

blöð af nokkrum timjangreinum eða 1/2 tsk þurrkað timjan

1 tsk óreganó

1 tsk paprikuduft

pipar

salt

 

Hitaðu ofninn í 200°C. Flysjaðu rófurnar og skerðu þær Blandaðu saman olíu, sinnepi, timjani, óreganói, paprikudufti, pipar og salti í

 

 

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s