Súkkulaðikaka. Án sykurs en ekki hversdags …

Kannski var það af því að ég var áðan í Þjóðarbókhlöðunni, þar sem hann Páll Baldvin var að taka við viðurkenningu Hagþenkis fyrir stríðsárabókina sína, sem ég fór allt í einu að hugsa um stríðstertur. Veglegar tertur sem „urðu móðins í stríðinu“ eins og Halldór Laxness segir í Kristnihaldi undir jökli. Reyndar er nú miklu oftar talað um hnallþórur í tengslum við Kristnihaldið en Halldór kallaði terturnar aldrei því nafni, það var bara ráðskonan sem bar þær fram sem hét Hnallþóra.

Ég veit ekki hversu algengt stríðstertunafnið var þótt Halldór fullyrði þetta. Ég finn aðeins tvö dæmi inni á timarit.is eldri en Kristnihaldið (1967) og það er reyndar sama uppskriftin og aðeins að tertubotnum. En hún birtist fyrst 1944, einmitt í stríðinu, svo þetta getur svosem passað. Eftir að Kristnihaldið kom út er hins vegar oft minnst að stríðstertur í blöðum, stundum „stríðstertur Hnallþóru“.

Screen Shot 2016-03-02 at 9.19.12 PM

En um 1980 fara hnallþórur að sjást í blöðum:

Screen Shot 2016-03-02 at 9.22.28 PM

En ég ætla reyndar ekki að vera með neina hnallþóruuppskrift, mér finnst kakan sem hér kemur ekki falla alveg í þann flokk. Svo er hún líka sykurlaus og það er eitthvað sem stemmir ekki ef sagt er „sykurlaus hnallþóra“. „Sykurlaus stríðsterta“ hljómar aðeins skár en – nei, þetta er ekki stríðsterta heldur. Bara ansi hreint góð kaka.

Kakan er úr bókinni minni, Sætmeti án sykurs og sætuefna, og er þar í kaflanum Sjaldan. Það er nefnilega svo með ýmislegt sætmeti að þótt ekki sé viðbættur sykur í því þýðir það ekki að maður eigi að gúffa því í sig í tíma og ótíma. Það er slatti af ávaxtasykri (döðlur) í kökunni og einhver meiri óhollusta. En kakan er hveitilaus ef þið eruð að leita að svoleiðis köku. Var ég búin að segja að hún er bara ansi hreint góð? En hún er til að hafa spari og fá sér bara eina sneið. Kannski tvær litlar.

Ég set uppskriftina hér fyrir þá sem vantar sykurlausa súkkulaðiköku í fermingarveislur og svoleiðis. Svo eru fleiri hentugar uppskriftir í bókinni.

_MG_4542

Ég byrjaði á að hitaðu ofninn í 160°C. Steinhreinsaði 150 g af döðlum (vigtaðar eftir að búið er að taka steinana úr þeim), setti þær í matvinnsluvél ásamt 4 msk af ávaxtamauki (smoothie; ég notaði appelsínusmoothie, keypt í Bónus) …

_MG_4546

… ogog maukaði þetta vel saman, þar til blandan var nokkurn veginn slétt.

_MG_4548

Svo hrærði ég þremur eggjum og 1 1/2 teskeið af vanilluessens saman við og síðan 100 g af bræddu smjöri.

_MG_4552.JPG

Ég blandaði svo 100 g af möndlumjöli, 1 tsk af lyftidufti, 25 g af kakódufti og 1/2 tsk af salti saman og hrærði því síðan saman við döðlu- og eggjamaukið.

_MG_4560

Ég klæddi svo meðalstórt tertuform með bökunarpappír, hellti deiginu í það og sléttaði yfirborðið. Bakaðuibotninn í 20-25 mínútur, eða þar til hann hafði stífnað og var byrjaður að losna frá börmum formsins. Þá tók ég hann út og kældi hann alveg á grind.

_MG_8832

Á meðan gerði ég kremið: Ég steinhreinsaði 150 g af döðlum (líka vigtaðar án steina) og setti þær í matvinnsluvél ásamt 100 g af mjúku smjöri, 100 g af mjúkum mascarponeosti, 50 g af möndlusmjöri (má nota ósætt hnetusmjör eða sleppa), 3 msk af kakódufti og 1 tsk af vanilluessens. Maukaði þetta allt mjög vel, þar til kremið var alveg slétt.

_MG_8844

Ég smurði kreminu á kaldan botninn, dró mynstur í það með hnífsoddi (ekki nauðsynlegt, mér finnst það bara flottara) og kældi kökuna. Hana má skreyta með berjum ef vill og ég notaði rifsber.

_MG_8889

Terta eða kaka? Vitiði, mér er alveg sama. Hún er góð. Og það má gera hana ennþá betri ef maður smyr svona 3-4 matskeiðum af sultu (St. Dalfour, án viðbætts sykurs) á botninn áður en kremið er sett á hana. En það er nú kannski svindl …

*

 

 

Súkkulaðiterta

150 g döðlur, steinhreinsaðar

4 msk appelsínu-smoothie

3 egg

1½ tsk vanilluessens

100 g smjör, brætt

100 g möndlumjöl

1 tsk lyftiduft

25 g kakóduft

½ tsk salt

*

Súkkulaðikrem

150 g döðlur, steinhreinsaðar

100 g smjör,mjúkt

100 g mascarponeostur, mjúkur

50 g möndlusmjör

3 msk kakóduft

1 tsk vanilluessens

3 comments

  1. Eiga ekki ábyggilega að vera 100g af smjöri í kökunni eins og segir í innihaldslistanum en ekki 10g eins og segir í aðferðinni?

  2. Hæhæ, heldurðu að það sé í lagi að frysta botninn fyrirfram og gera svo kremið samdægurs?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s