Rauð og góð

Fiskur í febrúar, var ég búin að segja. Fiskbrúar? Neee … ekki alveg. Bara næstum því. En ég ætla þó ekki að vera með fiskuppskrift hér á hverjum degi. En nú er fjórði dagur mánaðarins og fyrir utan rauðsprettuna sem ég er þegar búin að birta uppskrift að hef ég eldað mér reykta ýsu með beikoni og steiktan steinbít með nípumauki og balsamgljáðum rauðlauk. Og svo spænskættaða tómatfiskisúpu með kjúklingabaunum, spínati og möndlum. Og hér er hún.

Ég var með bita af þorski – svona 350-400 g – en það má nota ýmsar aðrar tegundir af hvítum fiski – eða líklega má líka nota lax, til dæmis, ég hef bara ekki prófað það. Skammturinn ætti að duga fyrir tvo til þrjá.

_MG_8315

Ég byrjaði á að saxa einn lauk og tvo hvítlauksgeira smátt og lét krauma við fremur vægan hita í 2 msk af ólífuolíu í nokkrar mínútur, þar til laukurinn var fairnn að mýkjast. Setti svo 1 tsk af þurrkuðu timjani, smáklípu af chiliflögum og dálítið af pipar og salti í pottinn og lét krauma í 1-2 mínútur í viðbót.

_MG_8316

Svo tók ég tvær matskeiðar af möndlum, grófsaxaði þær (eða skar þær reyndar bara í tvennt en sumar molnuðu dálítið við það) og setti þær út í. Það má sleppa möndlunum en mér finnst þær gera eitthvað fyrir súpuna.

_MG_8329

Ég hellti svo innihaldinu úr einni dós af tómötum (heilum eða grófsöxuðum) út í, bætti við 500 ml af vatni og hitaði að suðu. Hellti síðan vökvanum af 1 dós af kjúklingabaunum, hrærði þeim saman við og lét malla í 5-10 mínútur.

_MG_8326

Þorskurinn sem ég var með var hnakkastykki en það má semsagt nota ýmislegt annað. Ég skar hann í svona 1 cm þykkar sneiðar (og hverja sneið í tvennt svo þær yrðu hæfilega stórar).

_MG_8331

Ég setti sirka hálfan poka af spínati (100-150 g) út í súpuna og hrærði …

_MG_8333

… setti svo fiskbitana út í, hrærði einu sinni og lét malla í 2-3 mínútur. Smakkaði súpuna og bætti við ögn af kryddi.

_MG_8338

Um að gera að ofsjóða ekki fiskinn.

_MG_8355

Svo bar ég súpuna fram með brauði, hún var það matarmikil að hún var fullkomin máltíð.

Og var bara alveg ljómandi ágæt.

_MG_8401

Spænsk tómat-fiskisúpa með kjúklingabaunum og spínati

350-400 g þorskur eða annar fiskur

2 msk ólífuolía

1 laukur

2 hvítlauksgeirar

1 tsk timjan

smáklípa af chiliflögum (eða cayennepipar á hnífsoddi)

pipar

salt

1 dós tómatar

500 ml vatn

1 dós kjúklingabaunir

100-150 g spínat

 

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s