Grænmetis-fingrafæði

Ég hef ekkert skrifað hér að undanförnu, enda eru jólin kannski ekki tíminn til að skrifa matarblogg – allir úttroðnir og þeir sem vantar uppskriftir eru yfirleitt að leita að einhverju sem þeir vita nokkurn veginn hvað er og eiga sennilega hráefnið í en ekki að nýjum hugmyndum og notfæra sér þá frekar það sem skrifað hefur verið um áður.

Svo var ég heldur ekki á landinu og ekki í sérstöku stuði til að skrifa uppskriftir og annað slíkt, hafði um nóg annað að hugsa – en nú sit ég hér á Frankfurtflugvelli og þarf að drepa tímann og er búin að lesa allt internetið (eða svo gott sem) og þá datt mér í hug að setja inn uppskrift. Eða uppskriftir, reyndar; þetta eru eiginlega tveir réttir og þrjú tilbrigði við hvern. Henta ágætlega ef mann vantar smárétti fyrir áramótaveisluna. Eintómt grænmeti svo maður getur talið sér trú um að maður sé þegar byrjaður á janúarátakinu, sko …

Ég gerði þessar uppskriftir reyndar upphaflega fyrir jólablað MAN en svo var ekki pláss fyrir þær þar og þær hafa því ekki birst. En ég var að flýta mér og tók eiginlega engar myndir af undirbúningnum; þetta er samt svo einfalt að það skiptir varla máli. Þetta var semsagt hugsað fyrir jóla- eða áramótaboð en hentar sem snarl hvenær sem er.

Þetta eru annars vegar grænmetislummur og hins vegar fyllt kartöflusmælki – um 30 stykki af hvoru en ekkert mál að breyta magninu í ýmsar áttir.

_MG_2516.JPG

Bakað kartöflusmælki

um 30 litlar kartöflur

1 msk ólífuolía

pipar

salt

Ég hitaði ofninn í 220°C. Setti kartöflurnar í lítið, eldfast mót, hellti olíunni yfir og kryddaði með pipar og salti. Velti kartöflunum til að þekja þær olíu og bakaði þær síðan í um hálftíma, eða þar til þær voru orðnar vel meyrar og farnar að taka lit. Svo lét ég þær hálfkólna og skar síðan djúpan skurð í miðjuna á hverri kartöflu og setti u.þ.b. 1/2 tsk af fyllingu í hana. Ég skreytti þetta með kryddjurtum en það er út af fyrir sig ekki nauðsynlegt.

 

Grænmetislummur

1/2 lítill kúrbítur

125 g gulrætur

2 egg

60 g heilhveiti

40 g hafragrjón

pipar

salt

mjólk eða rjómi eftir þörfum

75 g smjör

Ég byrjaði á að rífa kúrbítinn og gulræturnar á rifjárni. Hrærði egg, heilhveiti, hafragrjón, pipar og salti saman í skál og bætti við mjólk (eða rjóma) þar til komin var þykkfljótandi soppa. Hrærði svo rifnum kúrbít og gulrótum saman við. Síðan bræddi ég smjörið á pönnu.

_MG_2481.JPG

Hrærði helmingnum af því saman við soppuna og steikti svo litlar lummur (u.þ.b. 1 sléttfull matskeið hver) í afganginum af smjörinu. Ég lét þær kólna svolítið á eldhúspappír og setti svo álegg á þær og skreytti með kryddjurtum.

Tillögur að fyllingum/áleggi:

_MG_2488

 

Rauðrófufylling

100 ml (1/2 dós) sýrður rjómi

60 g bökuð rauðrófa

pipar

salt

*

Tómatfylling

100 ml (1/2 dós) sýrður rjómi

5-6 sólþurrkaðir tómatar

nokkur basilíkublöð

*

Gráðaostsfylling

100 ml (1/2 dós) sýrður rjómi

50 g gráðaostur

e.t.v. svolítið rósmarín

Ég maukaði hráefnið í hverja fyllingu fyrir sig saman í matvinnsluvél (eða blandara).

 

2 comments

 1. Sæl Nanna. Ég er að hætta með þetta netfang og komin með nýtt,en ég vil endilega fá póst frá þér áfram Svo vinsamlega notaðu nýja netfangið mitt sem er : barakolla hjá hotmail.com Kveðja Bára Kolbrún.

  Sent from my iPad

  >

  • Sæl. Þeir sem fá póst hafa sjálfir skráð sig sem fylgjendur og ég hef í rauninni ekkert með það að gera, held ég geti ekki breytt netfanginu (eða ég kann það allavega ekki) – þú verður bara að skrá þig upp á nýtt sem follower með nýja netfangið. Eða þú gætir líka lækað Facebooksíðuna og þá sérðu alltaf þegar kemur nýtt blogg.
   Kveðja,
   Nanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s