Ítalskt jólabús

Þrjár vikur til jóla. Og það er nú eiginlega bara alveg nógur tími til að útbúa sér arancello (sem er léttkryddaður ítalskættaður appelsínulíkjör sem minnir á Grand Marnier og aðra slíka), ef maður er þannig stemmdur. Venjulega er talað um að geyma hann í kannski svona sex vikur og það er alveg ágætt. En eftir sex vikur er næstum kominn þorri. Það er kannski alveg ágætt að drekka bara arancello með hrútspungunum (eða nei, líklega ekki) en það má líka gera hann núna og drekka um jólin og áramótin. Hann er fínn þótt hann hafi bara staðið í viku eða svo á flösku. Og þar sem tekur tíu daga til tvær vikur að gera hann er hann akkúrat tilbúinn um jólin.

Margir kannast við sítrónulíkjörinn limoncello en það er semsagt líka hægt að nota appelsínur og gera arancello. Ef ekki eru til heilar kardimommur er best að sleppa þeim, eða nota annað krydd í staðinn, t.d. 1–2 negulnagla.

_MG_9921

Ég byrjaði á að tína til fjórar appelsínur, eina vanillustöng, eina kanelstöng og fimm heilar kardimommur. Og svo var ég með 500 ml af vodka.

_MG_9923

Ég byrjaði á að flysja gula börkinn af appelsínunum og reyndi að láta sem minnst af þeim hvíta fylgja með, hann gefur beiskt bragð. Ég notaði flysjunarjárn en það má auðvitað líka nota góðan hníf.

_MG_9925.JPG

Ég setti svo appelsínubörkinn í stútvíða flösku sem ég á – annars er best að nota krukku, allavega ekki flösku með þröngum stút.

_MG_9928

Svo skar ég vanillustöngina í 2–3 búta, braut kanelstöngina aðeins og kramdi kardimommurnar létt og setti þetta allt í flöskuna með appelsínuberkinum.

_MG_9937

Svo hellti ég vodkanu yfir og lokaði flöskunni.

_MG_9943

Lét hana standa á eldhúsbekknum í 5–7 daga og hristi hana daglega.

_MG_0274

Þá setti ég 150 g af sykri í skál. Hitaði 250 ml af vatni að suðu, hellti því yfir sykurinn og hrærði þar til hann var uppleystur.

_MG_0280

Þessu hellti ég svo saman við vodkablönduna og lokaði flöskunni aftur.

_MG_0517

Lét standa í 5–7 daga í viðbót og hristi daglega. Síaði svo líkjörinn og henti berkinum og kryddinu.

_MG_0556

Svo er bara að setja líkjörinn í flösku eða flöskur, lokaða þeim og geyma á köldum stað í nokkrar vikur (nú, eða bara eina). Ef vill má bæta nýjum berki og kryddi út í áður en líkjörinn er borinn fram eða gefinn sem gjöf.

_MG_3529

Og hér er líkjörinn kominn í flöskur. Ásamt reyndar u.þ.b. þrettán ára gömlum sólberjalíkjör sem ég er löngu búin að týna uppskriftinni að.

Arancello

um 850 ml

4 appelsínur

1 vanillustöng

1 kanelstöng

4–5 kardimommur

500 ml vodka

150 g sykur

250 ml vatn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s