Að ná úr sér kuldahrollinum

 

Aðventan er að byrja um helgina og hún virðist ætla að byrja frekar kuldalega, einkum og sér í lagi fyrir norðan og austan en það verða nú engin sérstök hlýindi hér á höfuðborgarsvæðinu, sýnist mér á spánni.

Screen Shot 2015-11-26 at 9.08.55 PM

Frostkaldir dagar kalla á heita drykki þegar maður kemur loppinn heim. Oft eiga þá kakó- eða kaffidrykkir vel við en svo koma dagar þegar ekkert yljar betur en rjúkandi, kryddað rauðvín. Nei, ég er ekki að tala um glögg, heldur glühwein – sem er reyndar náskylt en ég er þó mun hrifnari af glühwein. Til eru ótal uppskriftir en þessi hér er einföld og góð. Best af öllu er að hita vínblönduna, láta hana svo bíða í svona klukkutíma og hita hana svo upp aftur en maður nær nú ekki úr sér hrollinum með því og hún þarf svosem ekkert að bíða …

Ég hef reyndar sett hér inn mjög svipaða uppskrift áður. En góð vísa er aldrei of oft kveðin.

_MG_4960

Maður þarf að byrja á að verða sér úti um góðar og fallegar og jólalegar mandarínur eða klementínur. Þær þurfa samt ekkert að vera með laufum. Þær eru bara fallegri á mynd þannig. Tvær eða þrjár, kannski. Skammturinn er fyrir tvo – ja, kannski fjóra ef manni er ekki mjög kalt.

_MG_3838

Ég byrjaði á að kreista safa úr 1-2 mandarínum (eftir því hvað þær eru stórar og safaríkar) í pott. Svo skar ég eina mandarínu í þunnar sneiðar og setti út í. Bætti svo rauðvíninu í pottinn, ásamt einni kanelstöng, 2-3 negulnöglum og 2 kardimommum. Og svo gæti sumum þótt gott að nota svona matskeið af sykri. Ég kemst alveg af án hans.

Ég hitaði þetta svo rólega, en ekki alveg að suðu, og lét blönduna standa í lokuðum potti (og vel undir suðumarki) í nokkrar mínútur. Svo hellti ég vínblöndunni í tvö glös og lét 1-2 mandarínusneiðar fylgja í hvort um sig. Bar þetta fram fram snarpheitt.

_MG_3845

Glühwein með mandarínum og kryddi

2-3 mandarínur

400 ml rauðvín

1 kanelstöng

2-3 negulnaglar

2 kardimommur

e.t.v. 1 msk hrásykur eða hvítur sykur (eða eftir smekk)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s