Meiri jólabakstur

 

Eins og áreiðanlega hefur einhverntíma komið fram hef ég aldrei verið mikil marensmanneskja, ekki heldur á meðan ég borðaði sykur. En ég bakaði samt alltaf eina eða tvær sortir af marenssmákökum fyrir jólin. Ekki þó lakkrístoppa eða sörur. Ég hef alltaf látið öðrum það eftir, alveg saman þótt þetta hafi lengst af verið uppáhaldssmákökur barnanna minna. Ég er ekki alltaf góð mamma.

Í staðinn fyrir toppana og sörurnar hef ég oftar en ekki bakað kornflexkökur með súkkulaðibitum og svo kókosmakrónur og það getur vel verið að ég geri það í ár líka, ekki þó handa mér sjálfri. Mögulega geri ég jafnvel tilraun með að nota kjúklingabaunasoð í aðrahvora sortina eins og ég lýsi hér, veit það ekki enn …

En í fyrra ákvað ég þó að breyta aðeins til með kókosmakrónurnar, þegar ég gerði smákökuþátt fyrir MAN, og notaði kókosflögur en ekki kókosmjöl og bragðbætti þær með rifnum límónuberki. Áferðin á þessum er býsna ólík venjulegum kókosmakrónum og límónubörkurinn gefur þeim frísklegt og gott bragð.

_MG_1794

Ég byrjaði á að aðskilja tvö egg, notaði rauðurnar í annað en þeytti eggjahvíturnar þar til þær voru hálfstífar. Bættui120 g af sykri út í smátt og smátt, ásamt svolitlu salti, og þeytti áfram þar til hvíturnar eru alveg stífar. Svo setti ég 75 g af kókosflögum út í … _MG_2034

… reif börkinn af einni límónu yfir með fínu rifjárni og blandaði þessu gætilega saman við marensinn með sleikju. Lét blönduna standa í um hálftíma.Það finnst mér mikilvægt, kókosinn drekkur dálítið í sig raka úr marensinum og makrónurnar halda betur lögun.

 

_MG_2059

Ég hitaði svo ofninn í 200°C. Setti marenshrúgur á tvær bökunarplötur  og bakaði á næstefstu rim í 12-15 mínútur, eða þar til marensinn var farinn að taka lit. Það er best að fylgjast vel með honum þegar líður á bökunartímann og gæta þess að hann fari ekki að brenna.

_MG_2067

Ég lét kökurnar kólna á plötunni; þær eru linar á meðan þær eru heitar en ættu að harðna og verða stökkar þegar þær kólna.

_MG_2268

Kökurnar geymast býsna vel í dós með þéttu loki.

_MG_2317

Kókosflögumakrónur með límónu

Um 30 kökur

2 eggjahvítur

120 g sykur

salt á hnífsoddi

75 g kókosflögur

börkur af 1 límónu

*

200°C í um 15 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s