Sesam, opnist þú

Ég man ekki fyrir víst hvað ég var gömul þegar ég komst að því að til væru fræ sem hétu sesamfræ og þau væru æt. En ég man að mér fannst það mjög skrítið því sesam þekkti ég bara úr sögunni um Alí Baba og ræningjana fjörutíu; hafði staðið í þeirri meiningu að Sesam væri einhver dularfull vera, andi í flösku eða töframáttur og fannst afar einkennilegt ef þetta voru svo bara einhver heldur lítil og litlaus fræ. En reyndar hef ég komist að því síðan að enginn veit í rauninni hver uppruni orðanna ,,Sesam, opnist þú“ er að leita eða hvort þau eiga nokkuð skylt við sesamfræ yfir höfuð.

Sesamfræ hafa aftur á móti verið notuð til matargerðar í meira en fimm þúsund ár og ræktuð í Miðausturlöndum í að minnsta kosti þrjú þúsund ár. Jurtin er mjög harðgerð og hægt að rækta hana á hrjóstrugu landi þar sem nær ekkert annað er hægt að rækta. Fræin eru afar fiturík og innihalda allt að 50% olíu sem er auðug að Omega-6-fitusýrum. Þau innihalda einnig ýmis nauiðsynleg næringarefni og eru því bráðholl.

Sesamfræ eru til ýmissa hluta góð í matargerð. Þau eiga – finnst mér – vel við fisk, gefa honum svolítið hnetukenndan keim og eru upplögð til að hjúpa með fisk sem á að steikja. Hér er sesamhjúpaður fiskur borinn fram með steiktu grænmeti svo að rétturinn inniheldur holla næringu af ýmsu tagi. Ég notaði karfa en það má nota ýmsar aðrar fisktegundir.

(Ekki hefði mér dottið í hug, þegar ég var að vinna í karfa í frystihúsinu á Króknum fyrir 40 árum, að mér ætti einhverntíma eftir að þykja hann ætur matur. Eins og karfi getur nú verið góður.)

_MG_8148

Allavega, ég tók til það sem ég ætlaði að nota. Sem var um 350 g karfaflak (þetta er uppskrift fyrir tvo), 5 msk af sesamfræjum, 2 msk af hveiti (ég hefði notað heilhveiti en það var búið svo ég notaði venjulegt), 250 g af kartöflum, frekar litlum (og ég eldaði þetta reyndar í haust svo þær voru nýuppteknar), 100 g af sveppum, 100 g af spergilkáli, 1/2 milt chilialdin, væna lófafylli af blönduðum salablöðum, nokkrar steinseljugreinar, 1-2 msk af fræblöndu (eða graskersfræjum), 1 egg, 2 msk af olíu, 2 msk af smjöri, pipar og salt. Svo notaði ég sítrónu en hún er ekki á myndinni (og er ekkert nauðsynleg).

_MG_8160

Ég byrjaði á að sjóða kartöflurnar þar til þær voru meyrar, lét þær kólna aðeins og skar þær svo í tvennt (eða smærra ef þær voru stórar). Síðan skar ég sveppina í tvennt eða fernt og skiptuispergilkálinu í litla kvisti. Fræhreinsaði chilialdinið og sneiddi það þunnt. Hitaði svo 1 msk af smjöri og 1 msk af olíu á stórri pönnu og lét sveppina, spergilkálið og chili-ið krauma í 2-3 mínútur.

_MG_8164

Svo setti ég kartöfluhelmingana og fræblönduna á pönnuna og lét allt saman krauma í um 10 mínútur við meðalhita.

_MG_8152

Á meðan skar ég fiskflökin í bita. Setti sesamfræin á disk, hveiti kryddað með pipar og salti á annan og slegið egg, e.t.v. blandað svolitlu vatni, á þann þriðja. Hitaði 1 msk af smjöri og 1 msk af olíu á annarri pönnu og svo velti ég fiskinum fyrst upp úr hveitinu, síðan úr egginu og loks úr sesamfræjunum.

_MG_8156

Síðan steikti ég hann í 2−3 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt bitanna, við meðalhita.

_MG_8167

Ég setti salatblöðin í víða skál eða á fat, hellti grænmetisblöndunni yfir og blandaði lauslega.

_MG_8190

Svo setti ég fiskflökin ofan á (það má líka bera þau fram á öðrum diski). Skreytti með sítrónubátum og e.t.v. með steinselju.

_MG_8197

*

Sesamhjúpaður fiskur með snöggsteiktu grænmeti

fyrir 2

Snöggsteikt grænmeti

250-300 g kartöflur, helst litlar

100 g sveppir

100 g spergilkál

1/2 milt chilialdin, eða eftir smekk

1 msk olía

1 msk smjör

pipar og salt

*

Sesamhjúpaður fiskur

350-400 g fiskflök, roðflett og beinlaus, helst fremur þunn (ég notaði karfa)

5 msk sesamfræ

2 msk hveiti, gjarna heilhveiti

1 egg

100 g blönduð salatblöð

e.t.v. 1−2 msk fræblanda (salatblanda) eða graskersfræ

1 sítróna

fersk steinselja (má sleppa)

2 comments

  1. Sæl, skemmtileg uppskrift sem verður prófuð á heimilinu á næstunni. Alltaf gaman að rekast á girnilegar uppskriftir af fisk sem leyfa honum að njóta sín en ekki drekkt í majónes / rjóma blöndu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s