Truflaðar trufflur? nei, það er of mikil klisja

Jæja, nú fer að koma tími fyrir jólauppskriftir, er það ekki? Smákökur og jólasælgæti, allavega. Og hér er einmitt ein af síðarnefndu sortinni. Það er voða mikið í tísku núna að tala um hollustunammi. Þetta er ekki svoleiðis. Það er ábyggilega til óhollara nammi samt. Og gott er það. Honum syni mínum blessuðum þykja tvær sælgætistegundir taka öðrum fram: Gæðalakkrís og hvítt súkkulaði. Þess vegna var hann alveg einstaklega hrifinn af þessum trufflum. Þær eru frekar auðveldar, satt að segja. Ég notaði bæði lakkríssíróp og lakkrísduft frá Johan Bülow en það má nota aðrar tegundir eða nota eingöngu síróp í trufflurnar sjálfar (eða þá lakkrísduft) og sleppa því að strá einhverju utan á þær. Ég hef minnst á þessar vörur áður, sírópið og duftið fæst í sumum sælkerabúðum eins og hrikalega góði lakkrísinn frá Johan Bülow sem ég forðast eins og ég get af því að ég á erfitt með að stoppa … Ég keypti þetta á sínum tíma í Vínberinu en ef þið viljið prófa má hafa sambandi við Epal, sem flytur þetta inn. Mæli með þessum vörum. Þetta er lítill skammtur, bara 16 trufflur, en það má alveg tvö- eða þrefalda uppskriftina. Mér finnst betra að gera gæðanammi og lítið af því en mikið magn af einhverju sem er ekki eins gott og kannski fyrst og fremst bara sykur. Og já, það er enginn sykur í þessu (nema náttúrlega sírópið og sykurinn sem er í hvíta súkkulaðinu sko … og það er nú alveg töluvert. Svo að hollusta … nei.). _MG_1994

Ég byrjaði á að setja 100 ml af rjóma og 1 msk af ljósu sírópi í pott og lét sjóða í nokkrar mínútur, þar til 4-5 msk voru eftir. _MG_1998

Svo hrærði ég 1 msk af lakkríssírópi (eða 2 tsk af lakkrísdufti) saman við. _MG_2002

Ég var búin að brjóta 170 g af hvítu súkkulaði í bita og setja í skál en hefði eiginlega þurft að saxa það smátt svo það bráðnaði betur. Hellti sjóðandi rjómablandinu yfir og hrærði vel. _MG_2004

Það ætti að duga nokkurn veginn til að bræða súkkulaðið ef það er smátt saxað en annars má setja skálina yfir pott með sjóðandi vatni smástund og hræra þar til blandan er alveg slétt. _MG_2009

Ég var búin að klæða lítið, ferkantað form að innan með bökunarpappír (stærðin fer eftir hvað maður vill hafa bitana þykka), og hellti blöndunn í það, sléttaði yfirborðið og kældi til næsta dags (eða allavega í nokkra klukkutíma). _MG_2073

Daginn eftir hvolfdi ég svo trufflumassanum á bretti, snyrti kantana, át afskurðinn og skar svo trufflumassann í 16 teninga (mætti líka hafa smærri trufflubita og skera þetta þá í t.d. 25 eða 36 bita. Best er að þeir séu vel kaldir áður en farið er að hjúpa þá.  Ég bræddi svo 100 g í viðbót af hvítu súkkulaði í vatnsbaði. Notaði tvo gaffla (reyndar fonduegaffla) til að velta einum teningi í einu upp úr súkkulaðinu. _MG_2077

Ég setti truffluteningana jafnóðum á pappírsklædda plötu og þegar ég var búin að þekja alla molana (það má alveg sjást aðeins í gegnum súkkulaðið) stráði ég svolitlu lakkrísdufti á hvern mola. En það er nú ekkert nauðsynlegt ef maður á bara síróp.

_MG_2086

Og svo er bara að kæla molana vel. Trufflurnar geymast í nokkra daga í kæli en svo má frysta þær. _MG_2165

Hvítar súkkulaði- og lakkrístrufflur

100 ml rjómi

1 msk ljóst síróp

1 msk lakkríssíróp (eða 2 tsk lakkrísduft)

170 + 100 g hvítt súkkulaði

e.t.v. svolítið lakkrísduft

2 comments

  1. […] En nóg um það. Ég sá í gær að danski lakkrísgaurinn Johan Bülow hafði verið kosinn – æ, hvað var það nú aftur? Frumkvöðull ársins? Krúttmoli ársins? Nei, það var víst leiðtogi ársins í Danmörku. Ég hef áður minnst á hann og lakkrísinn hans, sem mér finnst dálítið góður, satt að segja, og birt uppskrift að lakkrísköku og lakkrístrufflum. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s