Eldað hægt og rólega

Ég átti nokkrar sneiðar af svínahnakka til að hafa í kvöldmatinn. Var fyrst að hugsa um að setja þetta á grillið en var svo ekki í neinu grillstuði og þegar það rann upp fyrir mér um hálffjögurleytið var akkúrat að verða passlegt að undirbúa hægeldun á þessum bitum fyrir soninn og tengdadótturina sem voru að koma í kvöldmat. Aðrir voru ekki væntanlegir því dóttirin og dótturdóttirin eru í Berlín og dóttursonurinn i skítmokstri og girðingavinnu norður í Húnavatnssýslu hjá afa sínum.

En allavega, rúmir þrír klukkutímar eru alveg passlegur tími fyrir svínahnakkasneiðar þegar maður vill kjöt sem er hægt að skera með skeið en er samt safaríkt og bragðmikið.

_MG_9900Þetta voru semsagt fjórar nokkuð þykkt skornar sneiðar af svínahnakka, vel fitusprengdar, samtals rétt rúm 800 grömm. Ég kryddaði þær með pipar og salti og brúnaði þær í 2 msk af olíu við góðan hita. Tók þær svo af pönnunni og setti á disk. Lodge-steypujárnspotturinn minn hefur þann kost að það er hægt að nota lokið sem pönnu svo ég gat brúnað allar sneiðarnar fjórar í einu.

_MG_9901Ég var búin að skera niður einn lauk, tvo hvítlauksgeira og 5-6 (frekar litlar) gulrætur og setti þetta út i olíuna í pottinum og lét krauma í nokkrar mínútur. Kryddaði með pipar og salti og setti tvær rósmaríngreinar út í.

_MG_9904Svo opnaði ég eina litla dós af tómatkrafti (paste), setti út í, hrærði vel og lét krauma í 2-3 mínútur.

_MG_9907Svo hellti ég 150 ml af rauðvíni út í (ef maður á ekki rauðvín má nota vatn og bæta kannski við smáskvettu af rauðvínsediki) …

_MG_9908… og lét sjóða rösklega í 2-3 mínútur. Hrærði 2 tsk af svínakjötskrafti (má vera nauta- eða grænmetiskraftur) saman við og kryddaði með pipar og svolitlu salti.

_MG_9913Svo lagði ég kjötsneiðarnar ofan á og hellti sjóðandi vatni í pottinn, svo miklu að það náði langleiðina upp undir efri brún kjötsneiðanna en það á alls ekki að fljóta yfir. Setti svo lok á pottinn (það þarf að vera þétt), lækkaði hitann eins og hægt var og lét malla.

_MG_0016

 

Ég leit ekkert á kjötið fyrr en eftir meira en klukkutíma – þá leit það svona út – en þegar fer að líða á suðutimann er best að athuga það öðru hverju og bæta við vatni eftir þörfum. En ég lét þetta sem sagt malla í rúma þrjá klukkutíma.

_MG_0086Á meðan gerði ég sæta kartöflustöppu, kryddaða með kanel, og salat með tómötum og fetaosti.

_MG_0094Kjötið var virkilega meyrt og það þurfti ekkert að skera það – það datt í sundur á diskinum. Og sósan var verulega bragðmikil og góð, það hefði eiginlega þurft að vera meira af henni.

Nokkuð gott semsagt.

*

Hægeldaðar grísabógssneiðar í tómatsósu

800 g grísabógur (4 sneiðar)

pipar

salt

2 msk ólífuolía

1 laukur

5-6 gulrætur

2 hvítlauksgeirar

2 rósmaríngreinar

1 lítil dós tómatkraftur (paste)

2 tsk svínakraftur

150 ml rauðvín

vatn eftir þörfum

 

One comment

  1. Takk fyrir frabaert og vandad blogg. Thessi svinakjotsrettur var mjog godur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s