Úr sósum í salat

Búin með sósurnar í bili, nú eru það salötin … Nei, reyndar ekki en hér kemur samt eitt. Þetta er frísklegt salat með austurlenskum keim og hentar til dæmis vel með ýnsum grilluðum og steiktum mat en það má líka borða það eintómt og ég hafði það – eða mjög svipað salat – einhverntíma með soðnum hrísgrjónum.

Ég notaði romaine-salat, sem passaði mjög vel, en það mætti líka nota t.d. kínakál eða jöklasalat – allavega er best að nota eitthvert stökkt salat í þetta.

_MG_3101

Aðalhráefnið í salatinu er gulrætur og ég notaði 400 g af þeim. Svo var ég með romaine-salat (en það má semsagt vera eitthvað annað), 80 g af salthentum, lófafylli af mintu, 3-4 vorlauka, 1 msk af sætri austurlenskri chilisósu, 1 msk af teriyakisósu (það mætti nota sojasósu), 1 msk af hvítvínsediki, 1 límónu, 2 msk af olíu og 1 hvítlauksgeira.

_MG_3115

Ég byrjaði á að léttrista jarðhneturnar á þurri pönnu. Hrærði oft í á meðan og gætti þess að þær brynnu ekki. Hellti þeim svo á disk og lét kólna. Ekki sleppa því að rista hneturnar, þær verða betri.

_MG_3120

Svo flysjaði ég gulræturnar og reif þær á grófu rifjárni og saxaði salatblöðin, mintulaufin og vorlaukinn.

_MG_3125

Ég setti gulrætur, salat, vorlauk og mintu í skál og blandaði hnetunum saman við.

_MG_3127

Svo setti ég chilisósu, teriyakisósu, edik, límónusafa, olíu og smátt saxaðan hvítlauk í litla skál og þeytti saman (má líka setja þetta í hristiglas).

_MG_3130

Hellti þessu yfir salatið og blandaði vel.

_MG_3165

 

Alveg ágætt bara.

 

Austurlenskt gulróta- og jarðhnetusalat

80 g jarðhnetur, saltaðar

400 g gulrætur

100-150 g salatblöð (ég notaði romaine-salat)

lófafylli af mintu

3-4 vorlaukar

1 msk sæt austurlensk chilisósa

1 msk teriyakisósa

1 msk hvítvínsedik

safi úr 1 límónu

2 msk jarðhnetu- eða repjuolía

hvítlauksgeiri, saxaður smátt

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s