Eitthvað til að nartí …

Meira af smáréttunum …

Sum hráefni passa eitthvað svo vel saman, maður kynnist samsetningunni kannski í einhverjum rétti og líkar hún svo vel að maður er strax viss um að hún á við víðar en vantar kannski hugmyndir að tilbrigðum og endar svo á að gera alltaf það sama. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst til dæmis að lárperur og reyktur lax eða silungur smellpassi saman og þess vegna bjó ég til þrenns konar snittur með þessari samsetningu.

Þær eru nokkuð ólíkar hvað varðar útlit og útfærslu en bragðið er hins vegar ekki svo ólíkt og ég er ekkert að mæla með að þær verði allar boðnar fram í sama boðinu en þær geta líka verið uppspretta hugmynda. _MG_4181

Hér eru semsagt þrenns konar snittur – á snittubrauði, rúgbrauði og gúrkusneið – með mismunandi áleggi þar sem aðalhráefnin eru þó alltaf reyktur silungur (eða lax) og lárpera (avókadó).  Hér kemur fyrsta uppskriftin, að snittum með lárperumauki og silungi (til hægri), en ég set hinar tvær hér inn á næstu dögum. IMG_4115

Ég byrjaði á að taka tvær litlar, vel þroskaðar lárperur (það má auðvitað líka nota eina stóra). Afhýddi þær og skar í tvennt, fjarlægði steinana og stappaði þær svo með gaffli. Það má líka mauka þær í matvinnsluvél en mér finnst betra að hafa maukið gróft. Svo fínreif ég börkinn af 1 límónu og blandaði saman við . IMG_4118

Svo hrærði ég safa úr 1-2 límónum (eftir smekk) saman við, ásamt 1 smátt söxðuðu rauðu chili og lófafylli af kóríanderlaufi og kryddaði með pipar og salti. IMG_4121

Ég skar svo snittubrauð í þunnar sneiðar. Ef maður vill hafa þær örlítið stökkar er gott að léttrista þær í ofni eða á þurri pönnu en ég gerði það nú ekki. IMG_4125

Ég setti kúfaða teskeið af maukinu á hverja sneið …

IMG_4129

… og tók svo 200 g af reyktum, bragðmiklum silungi og skar í þunnar, litlar sneiðar.

_MG_4217

 

Ég braut svo silungssneiðarnar saman og lagði eina sneið ofan á lárperumaukið á hverri snittu og skreytti með ögn af kóríanderlaufi.

IMG_4270

Snittur með lárperumauki og silungi

2 litlar lárperur, vel þroskaðar, eða 1 stór

1-2 límónur

½ rautt chili, fræhreinsað og saxað smátt

lófafylli af kóríanderlaufi

nýmalaður pipar

salt

1 snittubrauð eða mjótt baguettebrauð

100 g reyktur silungur eða lax

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s