Steik eða ekki steik

Ég ætlaði að fara að skrifa að ég væri nú búin að vera með svo marga hevví kjötrétti hér að undanförnu að það væri kominn tími á grænmetisrétt. En þegar ég skoðaði málið kom upp úr dúrnum að kjötréttirnir voru nú bara tveir og það eru bara tíu dagar eða svo síðan ég var með grænmetisrétt svo þetta er nú ekki svo slæmt. Grænmetisrétturinn var samt veisluréttur og þannig séð svolítið þungur. Þessi hér er það aftur á móti ekki, þetta er tilvalinn hversdagsréttur.

Hann er líka fljótlegur og ofsalega einfaldur (fá hráefni), bragðgóður og flottur á diski. Finnst mér allavega. Uppskriftin ætti að duga vel fyrir tvo sem aðalréttur, kannski bara eins og þetta kemur fyrir, eða með grænu salati. En svo er þetta reyndar líka fínt meðlæti, t.d. með steik.

Þessi aðferð við að matreiða blómkál er býsna vinsæl núna, enda sérlega hentug, það þarf ekkert að skipta blómkálinu í kvisti eða neitt slíkt. Ég las fjölda uppskrifta áður en ég setti þessa saman og í nánast öllum var þetta kallað blómkálssteik – eða cauliflower steak á ensku – svo að ég hélt því og kallaði þetta blómkálssteik (uppskriftin birtist í marsblaði MAN). Svo rakst ég bara núna áðan á nýja grein í Huffington Post  og þarna er varpað fram spurningunni: Af hverju köllum við þetta steik? Sem er réttmæt spurning svosem, og kannski er þetta vegna þess að við getum aldrei alveg v iðurkennt grænmetisrétti sem fullgilda, við erum hálfpartinn alltaf að gera eftirlíkingar af kjötréttinum (samanber hnetusteik, sem er ekki einu sinni steikt – blómkálið er þó steikt á pönnu og svo í ofni).

En ég hugsa að ég haldi mig nú samt við blómkálssteikarnafnið, dettur svosem ekkert betra í hug.

_MG_0612

Ég notaði einn blómkálshaus, 700-800 g, held ég, 300 ml af nýmjólk, 3 msk af olíu, 200-250 g af sveppum, frekar stórum (ekki skilyrði en betra), hvítan pipar, salt og ¼ tsk af paprikudufti

_MG_0613

Ég kveikti á ofninum og stillti hann á 180°C. Svo tók ég blómkálshausinn og skar hann í sundur í miðju, í gegnum stilkinn, og skar svo eina sneið, 2½-3 cm þykka, af hvorum helmingi.

_MG_0619

Ég setti sneiðarnar til hliðar smástund en skar afganginn af blómkálinu í litla bita. Setti þá svo í pott ásamt mjólkinni, pipar, salti og paprikudufti, hitaði að suðu og lét malla rólega í 15-20 mínútur, eða þar til blómkálið var orðið mjög meyrt.

_MG_0623

 

Skerðu sveppina í sneiðar, tók frá miðjusneiðarnar (þær sem voru með stilk) en skar afganginn í bita.

_MG_0629

Ég hitaði svo 1 ½ msk af olíu á pönnu. Kryddaði blómkálssneiðarnar með pipar og salti og brúnaði þær við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær höfðu tekið góðan lit. Svo setti ég þær í eldfast mót, stakk því í ofninn og bakaði sneiðarnar í 10-12 mínútur, eða þar til þær voru alveg meyrar í gegn.

_MG_0634

Ég setti svo afganginn af olíunni (1½ msk) á pönnuna og hitaðu hana. Raðaði svo sveppasneiðunum á pönnuna og setti sveppabitana hjá þeim. Kryddaði  með pipar og salti og steikti við meðalhita í nokkrar mínútur. Ég sneri sveppasneiðunum einu sinni en hrærði nokkrum sinnum í bitunum.

_MG_0637

 

Ég hellti mestallri mjólkinni af blómkálinu þegar það var meyrt (en geymdu hana) og maukaði það í matvinnsluvél eða blandara, þar til það það var alveg slétt.

_MG_0639

Svo tók ég heita mjólkina og þeytti henni smátt og smátt saman við þar til sósan var hæfilega þykk.

_MG_0652

Ég hellti dálítilli sósu á tvo diska, setti blómkálssneið (eða steik) ofan á og dreifði sveppum í kring (raðaði fyrst sneiðunum og dreifði svo nokkrum bitum á milli).

_MG_0678

Og bar svo afganginn af sósunni fram með.

_MG_0648

Blómkálssteik (eða ekki)

1 blómkálshaus, um 700-800 g

300 ml nýmjólk (eða léttmjólk með skvettu af rjóma)

hvítur pipar

salt

¼ tsk paprikuduft

3 msk olía

200-250 g sveppir, helst frekar stórir

4 comments

    • Það má alveg sleppa paprikunni og láta pipar og salt duga en það mætti líka reyna kummin (cumin), ferskt eða þurrkað timjan eða basilíku – eða bara hvaða krydd sem þér finnst gott.

    • Ég hugsa að það megi alveg nota soð eða vatn í stað mjólkur í sósuna en þá er líklega betra að krydda hana aðeins meira. En ég hef ekki prófað það sjálf.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s