Súkkulaðisætt

Það er frekar svalt úti og spáð enn svalara næstu daga. Ég sat áðan úti á Granda og beið eftir strætó (sem var að sjálfsögðu nýfarinn þegar ég kom á stoppistöðina) og mér varð frekar kalt. Var að hugsa um það þegar ég var loksins sest upp í vagninn að nú væri tilvalið að hita smávegis súkkulaði þegar heim kæmi.

Svo var reyndar hrollurinn farinn úr mér þegar heim kom (það var frekar hlýtt í strætó) og mig langaði ekki lengur í súkkulaði, merkilegt nokk. En í þessum hugleiðingum rifjaðist upp fyrir mér að ég átti súkkulaðiuppskrift sem ég var aldrei búin að birta hér og kannski akkúrat tilefni til þess núna.

IMG_6781

Ég gerði þrjá heita súkkulaðidrykki fyrir jólablað MAN, hinar voru komnar áður og eru hér og hér. Svo að það er best að þessi komi líka. Þetta er þykkt og sætt súkkulaði sem minnir dálítið á spænskt eða ítalskt súkkulaði. Eins og heitur, fljótandi súkkulaðibúðingur. Ég setti bara sykurpúða út í en það er líka tilvalið að dýfa í þetta fingurkexi eða einhverju slíku.

IMG_6792

Manni hlýnar nú aldeilis af þessu.

 

Sykurpúðasúkkulaði

450 ml mjólk

100 g dökkt súkkulaði

8 sykurpúðar, eða eftir smekk (og einn í hvern bolla)

Settu mjólkina í pott, brjóttu súkkulaðið í bita og settu þá út í ásamt sykurpúðanum, hitaðu og hrærðu stöðugt þar til súkkulaðið er bráðnað og sykurpúðarnir líka. Helltu í bolla, settu sykurpúða út í hvern bolla og berðu fram.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s