Núna er veður fyrir heitan súkkulaðdrykk, allavega hér sunnan heiða. Og þess vegna er hér einmitt einn slíkur til að ylja sér á fyrir þá sem á þurfa að halda.
Rjómasúkkulaði
(2-3 bollar)
300 ml mjólk
150 ml rjómi
75 g dökkt súkkulaði
½ tsk kanill
½ tsk vanilluessens
þeyttur rjómi
Settu mjólk, rjóma og súkkulaði í pott og hitaðu rólega að suðu. Hrærðu þar til súkkulaðið er bráðið. Hrærðu þá kanil og vanillu saman við, helltu í bolla og berðu fram með þeyttum rjóma.
Og ef maður vill gera sérlega vel við sig (eða börnin) er tilvalið að strá yfir súkkulaðihúðuðu karamellukurli (eins og á myndinni), Nóakroppi eða bara rifnu súkkulaði.
[…] gerði þrjá heita súkkulaðidrykki fyrir jólablað MAN, hinar voru komnar áður og eru hér og hér. Svo að það er best að þessi komi líka. Þetta er þykkt og sætt súkkulaði sem […]