Eitthvað til að ylja sér á

Núna er veður fyrir heitan súkkulaðdrykk, allavega hér sunnan heiða. Og þess vegna er hér einmitt einn slíkur til að ylja sér á fyrir þá sem á þurfa að halda.

IMG_6797

 

Rjómasúkkulaði

(2-3 bollar)

300 ml mjólk

150 ml rjómi

75 g dökkt súkkulaði

½ tsk kanill

½ tsk vanilluessens

þeyttur rjómi

 

Settu mjólk, rjóma og súkkulaði í pott og hitaðu rólega að suðu. Hrærðu þar til súkkulaðið er bráðið. Hrærðu þá kanil og vanillu saman við, helltu í bolla og berðu fram með þeyttum rjóma.

Og ef maður vill gera sérlega vel við sig (eða börnin) er tilvalið að strá yfir súkkulaðihúðuðu karamellukurli (eins og á myndinni), Nóakroppi eða bara rifnu súkkulaði.

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s