Drykkur sem hæfir veðrinu

Þetta er veður til að halda sig heima. Sem ég hef líka gert samviskusamlega og er þar af leiðandi ekki veðurteppt í Grafarvogi (eins og dóttursonurinn var síðast þegar ég frétti af honum) og fauk ekki út af á Kjalarnesi (eins og systir mín og hennar fjölskylda (enginn meiddist til allrar lukku)). Ég var bara heima í rólegheitum, eldaði smávegis og bakaði smávegis og tók nokkrar myndir af því sem ég var að elda og baka. Og nú er ég búin að koma mér fyrir í leisíbojstólnum mínum að horfa á James Bond, þangað til mér dettur eitthvað betra í hug. Með ástarkveðju frá Rússlandi.

Þetta er samt ekki kvöld til að fá sér martini, neinei. Miklu frekar fyrir eitthvað svona:

IMG_6790

Kryddað koníakssúkkulaði

300 ml vatn

2 msk kakóduft

2−3 msk hrásykur (eða hvítur sykur)

cayennepipar á hnífsoddi

negull á hnífsoddi

salt á hnífsoddi

300 ml mjólk

2 msk koníak (eða calvados eða romm)

þeyttur rjómi

e.t.v. chilisúkkulaði eða rifið súkkulaði

Settu vatn í pott og hitaðu að suðu. Blandaðu kakódufti, sykri, cayennepipar, negul og salti saman í lítilli skál og hrærðu saman við þegar sýður. Hrærðu svo mjólkinni saman við, hitaðu og láttu suðuna koma vel upp. Taktu þá pottinn af hitanum og hrærðu koníakinu saman við.  Helltu í bolla og berðu fram með rjóma og chilisúkkulaðiflögum eða rifnu súkkulaði til að strá yfir.

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s