Sykrað eða sykurlaust

Ég baka stundum vöfflur eða pönnukökur eða eitthvað slíkt um helgar, hvort sem ég á von á gestum eða ekki. Þægilegt og fljótlegt bakkelsi og maður getur bakað eins margar og fáar og maður vill, jafnvel búið til lítinn skammt af deigi og bakað úr helmingnum en geymt hitt í 1-2 daga.

Ég bakaði mér einmitt vöplur í dag en ætla nú ekki að hafa uppskrift af þeim – ein svoleiðis er til dæmis hér – en svo var ég að hugsa um hvað ég ætti að fá mér út á þær. Mér voru gefnar tvær flöskur af einhverju sykur- og hitaeininga- og allslausu sírópi um daginn, önnur bláberja og hin súkkulaði, og mér datt í hug að prófa þær. Byrjaði á bláberjasírópinu og það mátti svosem slafra því í sig. Þá prófaði ég súkkulaðisírópið en það reyndist þvílíkt óæti að ég varð að búa til extra stóran skammt af karamellusósu til að losna við bragðið úr munninum. Það dugði ekki minna.

Ég mæli sannarlega ekki með mikili sykurneyslu. En þegar maður vill fá sér eitthvað sætt vil ég helst hafa það alvörusykur. Og svo sleppir maður sykrinum bara á milli.

IMG_4381

 

Það sem ég notaði í sósuna var 80 g af hvítum sykri, 70 g af púðursykri, 150 ml rjómi, 125 g smjör, 3 msk ljóst síróp og 1 msk af vanilluessens. Það má líka nota bara hvítan sykur eða bara púðursykur, þá verður sósan bara aðeins öðruvísi á litinn og bragðið.

IMG_4382

 

Ég byrjaði á að setja rjóma, sykur, púðursykur, smjör og síróp í pott.

IMG_4383

 

Hitaði þetta rólega og hrærði þar til smjörið var bráðið og sykurinn uppleystur og lét svo malla við fremur vægan hita í  – ja. líklega svona 10 mínútur, eða þar til karamellusósan var gullinbrún og farin að þykkna.

IMG_4395

 

Þá slökkti ég undir pottinum og hrærði vanilluessensinum saman við.

IMG_4405

 

Hrærði í sósunni þar til hún var hætt að freyða og lét hana svo kólna dálítið, eða á meðan ég bakaði vöfflurnar.

 

IMG_1157

 

Ég hellti svo volgri sósunni í flösku og bar hana fram með vöfflunum, ásamt þeyttum rjóma og pekanhnetum. Hún er líka ansi góð til dæmis með ís.

IMG_1191

 

Það má alveg geyma sósuna í þónokkra daga en þá er best að velgja hana áður en hún er borin fram – ég hef hana í flösku og læt þá flöskuna standa smástund í heitu vatni.

IMG_1203

 

Nammi …

 

Karamellusósa

150 ml rjómi

80 g sykur

70 g púðursykur

125 g smjör

3 msk ljóst síróp

1 tsk vanilluessens

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s