Þjóðlegt en þó ekki

4 athugasemdir við “Þjóðlegt en þó ekki”

 1. Brauð með osti – kálfshausar (sem ég las reyndar fyrst sem kálhausar!) – sviðahausar … hahaha … ég elska að lesa um hugleiðingar þínar um mat! 😀 Ég veit samt ekki hvort ég get sagt að sviðin séu rosalega girnileg (ég er í hópi með bölvuðu gikkunum!) en ef einhver getur gert sviðahausa girnilega þá ert það þú – þeir verða til dæmis strax huggulegri með hvítlauk og rósmarín! 🙂

  1. Hugsanir mínar fara oft ýmsar krókaleiðir þegar ég er að ákveða hvað ég ætla að elda. – Hausar af ýmsum skepnum eru stórlega vanmetinn matur en maður þarf að átta sig á að það er hægt að gera fleira við þá en bara sjóða þá í saltvatni.

 2. ég hef bara lesið mig aðeins til um svið en þar kemur alltaf fram að maður ætti að sjóða í amk. 2 tíma…er það alveg örugg að hafa hann bara í um klukkutíma í ofni?

  1. Mamma sauð svið alltaf í um klukkutíma (heldur lengur auðvitað ef þau fara frosin í pottinn) og það hef ég líka alltaf gert. Ég er því búin að borða svið soðin í klukkutíma síðustu 56 árin og hefur ekki orðið meint af því …

   Þessi svið voru bökuð í um 1 klst og 20 mínútur (fóru frosin í ofninn) við háan hita (fyrst 210°C og svo 240°C síðustu mínúturnar og það er alveg örugglega nóg. Lambasvið eiga ekki að þurfa nema klukkutíma, nema helst ef á að nota þau í sviðasultu, þá sýð ég þau eitthvað lengur. Þó aldrei í tvo klukkutíma.

   Ég hef reyndar líka bakað svið í leirpotti (sviðuðum römertopf) með grænmeti og þá lengur, 2-3 tíma, en þá við mun lægri hita. Og grillað þau á útigrilli með góðum árangri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s