Karríkjúklingur sjúklingsins

að hefur verið lítið um blogg að undanförnu og verður kannski næstu dagana; tölvan mín tók nefnilega upp á þeim ósóma að bila og er á verkstæði og gamla tölvan sem ég er að nota er ekki sú alhraðasta eða þægilegasta svo ég nenni kannski ekki að gera mikið á meðan. Sé til ef tognar eitthvað úr viðgerðinni.

Sjálf er ég búin að vera í lamasessi líka, harði diskurinn þó nokkurn veginn í lagi en ég var heima í tvo daga, fór ekkert í búð og fór svo reyndar í vinnu í morgun en komst ekki ío búð eftir vinnu því ég fór beint í útgáfupartí – nú er það síson að byrja. Bókin sem verið var að fagna er ný vínbók eftir Steingrím Sigurgeirsson, sem ég ritstýrði á forlaginu. Svo það var náttúrlega boðið upp á ýmsar sortir af víni í útgáfuteitinu.

En ég hafði reyndar aldrei þessu vant sýnt af mér fyrirhyggju og tekið út tvær kjúklingabringur úr frysti áður en ég fór í morgun. Svo ég ákvað að ég hlyti að eiga eitthvað sem hægt væri að hafa með þeim til að gera einhvern þokkalegan kjúklingarétt.

IMG_1674

Jújú, það passaði. Reyndar lítið til af fersku grænmeti – sellerí og vorlaukur – en svo var til rauðlaukur og hvítlaukur og í frystinum var smáafgangur í poka af frosinni wokblöndu, sem getur komið sér ágætlega í svona rétti. og svo var til dós af kókosmjólk, 1 1/2 msk af olíu, 1 1/2 msk karríduft, 1 tsk kummin, salt og 1 msk af kjúklingakrafti. Það mátti gera eitthvað úr þessu.

IMG_1677

Ég byrjaði á að skera kjúklinginn í bita og salta þá ögn og svo hitaði ég 1 msk af olíu á pönnu og brúnaði kjúklingabitana. Hrærði öðru hverju á meðan. Tók þá svo af pönnunni, setti á disk og lagði til hliðar.

IMG_1681

Á meðan kjúklingurinn brúnaðist saxaði ég rauðlaukinn og hvítlaukinn, hvíta hlutann af vorlaukunum og sellerístönglana (en ekki laufiin, þessi biti sem er þarna fór óvart með. Bætti svo afganginum af olíunni á pönnuna og steikti grænmetið við meðalhita í nokkrar mínútur. Svo stráði ég kryddinu (karríi, kummini og salti) yfir, hrærði og lét krauma í svona hálfa mínútur.

IMG_1684

Svo opnaði ég kókosmjólkurdósina og hellti henni saman við og stráði svo kjúklingakraftinum yfir. Hitaði að suðu og lét malla í svona 3-4 mínútur.

IMG_1689

Ég setti svo kjúklingabitana og wokgrænmetið út í og lét malla í svona 6-10 mínútur, fer svolítið eftir því hvað kjúklingabitarnir eru stórir.

 

IMG_1691

Rétt áður en þetta var tilbúið saxaði ég grænu blöðin af vorlauknum og selleríblöðin og setti út í. Smakkaði og bragðbætti eftir þörfum (reyndar þurfti þess ekki).  Það má bæta við svolitlu vatni ef sósan þykknar um of og virðist ætla að fara að brenna, eða hækka hitann og sjóða aðeins lengur ef hún er of þunn (en hún ætti að vera frekar þunn).

IMG_1703

Bar þetta svo fram með soðnum hrísgrjónum.

IMG_1740

Einfalt, fljótlegt og alls ekki sem verst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s