Gourmet og skagfirskir hrafnar

Mér er sagt að dóttursyni mínum þyki hann illa leikinn þar sem hann hefur þegar fengið fisk í matinn þrisvar í þessari viku og ég hef lofað að hann fái allavega ekki fisk hjá mér annað kvöld. Sjálf er ég búin að elda mér fisk þrisvar í vikunni og væri alveg til í að fá einhvern góðan fisk annað kvöld líka.

Kannski er þetta aldurinn, ég var ekki mikið fyrir fisk á hans aldri heldur en einmitt um það leyti fjölgaði örugglega fiskdögum heima töluvert því þá vorum við flutt úr sveitinni á Krókinn og auðveldara að nálgast fisk. En fjölbreytnin var svosem ekki mikil, þetta var auðvitað fyrst og fremst ýsa, soðin eða steikt og stundum ofnbökuð, fiskibollur eða plokkfiskur, stöku sinnum steinbítur eða rauðspretta – ég man varla eftir öðrum fiski heima.

Jú, og svo var auðvitað oft saltfiskur, ævinlega soðinn með kartöflum og stundum rófum og hamsatólg út á. Hann fengum við líka nokkuð oft í sveitinni og hann var þá afvatnaður heima, oftast í Gíslhúslindinni þar sem mjólkurbrúsarnir voru líka kældir og mig minnir endilega að eitthvað – líklega bútur af bárujárnsplötu – hafi verið lagður yfir fötuna sem hann var í (og var sökkt í lindina) til að ekki væri hætta á að krummarnir sem áttu sér hreiður suður í gili færu í hann.

Ég held það hefði ekki verið vinnandi vegur að steikja þennan saltfisk. En nú kaupir maður gourmet saltfiskhnakka, fullafvatnaða og tilbúna til eldunar og þá er vel hægt að steikja á pönnu – þó finnst mér best að láta þá liggja í köldu vatni smástund eða allavega skola vel af þeim í rennandi vatni svo að saltbragðið sé ekki of mikið. En ég hef reyndar fengið saltfiskbita sem var svo mikið afvatnaður að það þurfti að salta hann og ekki er það sniðugt heldur.

(Annars rifjaðist upp fyrir mér þegar afgreiðslumaðurinn í Nóatúni ætlaði ekki að selja mér þorskhnakka hérna um árið af því að ég var líklega ekki nógu gourmet-leg. Það voru allavega engin vandræði með það núna, kannski er ég eitthvað gourmet-legri.)

Ég keypti smábita af saltfiski, ekki nema svona 175 g, fyrr í vikunni (frosinn) og eldaði hann í kvöld. Ég hefði viljað dálítið stærri bita ef það væri ekki föstudagur á morgun – á föstudagsmorgnum er nefnilega boðið upp á morgunkaffi með ríkulegu brauði, áleggi og bakkelsi í vinnunni og afgangurinn dugir venjulega í hádeginu líka svo ég tek yfirleitt ekki með mér nesti á fösutdögum.  Þessi biti passaði því akkúrat í kvöldmatinn handa mér og það varð enginn afgangur.

En það er náttúrlega ekkert mál að margfalda þetta, fyrir þá sem ekki eru einbúar …

IMG_1519

Fyrir utan saltfiskbitann notaði ég 2-3 beikonsneiðar, rósmaríngrein, hvítlauksgeira, 8 ólífur, 1 1/2 msk af ólífuolíu, hálfan rauðlauk, svona 10 kirsiberjatómata og pipar.

IMG_1521

Ég hitaði svona helminginn af olíunni á pönnu, skar rauðlaukinn smátt, hvítlaukinn mjög smátt, beikonið í bita og saxaði rósmarínið og setti þetta á pönnuna og lét krauma í nokkrar mínútur og hrærði oft á meðan.

IMG_1523Ég roðfletti saltfiskinn og skar tómatana og ólífurnar í tvennt. Kryddaði fiskinn með dálitlum nýmöluðum pipar, ýtti laukblöndunni af miðri pönnunni, setti afganginn af ólífuolíunni á hana og lagði svo fiskinn þar. Setti tómata og ólífur í kring. Ég steikti svo fiskinn í 2-3 nínútur á hvorri hlið. Hrærði nokkrum sinnum í grænmetinu á meðan.

IMG_1549

Setti lófafylli af klettasalati á disk, lagði fiskinn ofan á og hrúgaði grænmetinu og beikoninu yfir og til hliðar.

IMG_1579

Fiskurinn var alveg mátulega steiktur og meðlætið smellpassaði.

IMG_1591

Neibb, það var sko enginn afgangur. Krummarnir hefðu örugglega kunnað að meta þennan saltfisk.

Steiktur saltfiskur með beikoni og tómötum

175-250 g saltfiskur

1 1/2 msk ólífuolía

1/2 rauðlaukur (eða venjulegur)

1 hvítlauksgeiri

2-3 beikonsneiðar

1 rósmaríngrein (má sleppa)

pipar

10 kirsiberjatómatar

8 ólífur

3 comments

 1. I have noticed you don’t monetize your website, don’t waste
  your traffic, you can earn additional cash every month because you’ve got high
  quality content. If you want to know how to make extra bucks, search for: Mertiso’s tips best adsense alternative

 2. I have noticed you don’t monetize your website, don’t waste your traffic, you can earn additional bucks every month because you’ve got hi quality content.
  If you want to know how to make extra bucks, search
  for: Ercannou’s essential tools best adsense alternative

 3. I have noticed you don’t monetize your page, don’t waste your traffic, you can earn extra cash every month.
  You can use the best adsense alternative for any type of website (they approve all websites),
  for more details simply search in gooogle: boorfe’s tips monetize your website

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s