Hafraskonsur úr grúski

6 athugasemdir við “Hafraskonsur úr grúski”

 1. Þessar uppskrift var frábær ! Skellti í þær í morgun hafði þær ósykraðar og fóru vel niður með góðri sultu.

  Annars er ein spurning ótengd þessari uppskrift sem ég ætlaði að athuga hvort þú gæri svarað ( sem helsti matargúrú landsins ) hver er munurinn á parmesan kjúklingi og mílanó kjúkling ?

  1. Þessi er svolítið erfið vegna þess að bæði heitin hafa verið notuð um ýmiss konar samsetningar og ég held að núna séu þetta meira og minna samheiti. Raunar eru þetta hvorttveggja ítalsk-amerískir réttir sem eiga uppruna sinn í ítölskum kálfakjötsréttum, cotelette alla milanese (kóteletta í raspi, ekki ósvipuð vínarsnitsel) og costelette alla parmigiana (kóteletta í raspi sem var djúpsteikt og ekki með neinum parmesanosti, heldur kennd við borgina Parma). Sá réttur varð í Ameríku að kjúklingarétti (kjúklingur mun auðfengnari og ódýrari þar en kálfakjöt) þar sem kjúklingurinn var steiktur og síðan þakinn tómatsósu og mozzarellaosti. Seinna hefur fólki svo farið að þykja eðlilegt að réttur sem hét Parmesan chicken innihéldi parmesanost og þá var farið að nota hann með eða í staðinn fyrir mozzarellaostinn.

   Það sama gerðist með mílanósku kálfakótelettuna, það var farið að nota kjúklingabringur í réttinn og þar var líka farið að bæta við tómatmauki og mozzarellaosti og þetta var kallað milanese alla napolitana (tómatarnir og mozzarellaosturinn voru áhrif frá Napólí). Þannig að réttirnir voru orðnir mjög líkir eða nánast sami rétturinn en svo urðu líka til alls konar tilbrigði við þá báða.

   Sumstaðar er ,,milanese“ notað um alls konar kjöt sem er barið þunnt, velt upp úr eggi og brauðmylsnu og steikt. Og sama er í rauninni með parmesan eða parmigiana, nema þá er yfirleitt parmesanostur í raspinu (sem er raunar oft líka í milanese-kjúklingi). En þessi heiti eru líka notuð um margskonar aðra kjúklingarétti sem eiga í rauninni fátt sameiginlegt nema kjúklingnum er velt upp úr raspi. Stundum er tómatsósa, stundum ekki, stundum ostur, stundum ekki …

 2. Heldurðu að ég hafi ekki akkúrat verið að dusta rykið af hafralummuskonsunum mínum í morgun 🙂 Maður er ekkert lengur að þessu en að rista brauð…

  1. Einmitt. Svo komst ég að því um helgina að þetta er upplagt sumarbústaðabakkelsi – það væri jafnvel hægt að blanda saman þurrefnunum áður en maður fer í bústaðinn og hafa meðferðis í boxi, þá þarf bara mjólk, egg og svo olíu eða smjör til viðbótar. Og svo kannski einhver bragðefni eftir smekk – eða bara nýtínd ber eða eitthvað slíkt.

 3. Já það er sniðugt! Þegar ég var unglingur þá átti ég einmitt allt í kryddbrauð í góðu lokuðu boxi, hellti svo bara í skál, ekkert nema mjólk útí og í formið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s