Salatið sem varð ostakaka

3 athugasemdir við “Salatið sem varð ostakaka”

 1. sæl Nanna, ég hef verið að skoða ýmsar ostakökuuppskriftir hér og það og í þessar óbökuðu er ýmist notað matarlim eða ekki. Ég var bara forvitin, til hvers er það notað ef það er s.s. hægt að sleppa því? Hverju bætir það við áferðina á óbökuðu ostakökunum? Ef það er matalím í uppskriftinni og maður á ekki slíkt til er hægt að sleppa því eða þarf maður að gera einhverjar frekari breytingar á uppskriftinni til að bæta upp matarlímsmissinn?
  Bestu þakkir fyrir skemmtilega og fróðlega síðu.

  1. Sko, það er alveg hægt að sleppa því í ýmsum tilvikum en ef ekkert matarlím (eða annað þykkingarefni, til dæmis Royal vanillubúðingur eða Knorr hlaupduft eða eitthvað slíkt) er notað verður ostamassinn linari og hætt við að hann haldi ekki nógu vel lagi þegar kakan er skorin. Slíkar ostakökur eru því oftar en ekki bornar fram í formi eða þær eru settar í frysti og bornar fram hálffrosnar. Þær eru líka sjaldan eins þykkar og þessi hér.

   Þetta fer þó eftir hráefninu, til dæmis stífnar massinn betur ef hann inniheldur töluvert af súkkulaði og eins ef ekki er notaður rjómi í hann.

   Ef þú vilt til dæmis sleppa matarlími í þessari uppskrift eða annarri sambærilegri mætti í staðinn nota kannski hálfan pakka af vanillubúðingsdufti, en þú getur líka prófað að sleppa rjómanum, þá verður fyllingin sennilega nógu stíf til að halda lagi þokkalega en hefur hins vegar ekki sömu mýkt.

   Ég veit líka að margir eru smeykir við að nota matarlím og halda að það sé svo mikil hætta á að það fari í kekki. Það getur vissulega gerst þegar volgt matarlím er sett út í kalda blöndu (gerðist í fyrsta skipti sem ég notaði matarlím í búðing af því að ég hafði skrópað í tímanum þar sem okkur var kennt það – en hefur svo aldrei gerst síðan) en þegar matarlíminu er t.d. hellt í matvinnsluvél í gangi eins og hér er gert er hættan á því engin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s