Formæður og matur

7 athugasemdir við “Formæður og matur”

 1. Sæl Nanna og takk fyrir áhugaverða færslu. Pollan tók það reyndar líka fram í bókinni sinni Food Rules (held að hún heiti Mataræði á íslensku) að ef ömmur manns hefðu ekki þekkt annað en mjög fábreytta fæðu þá væri um að gera velja sér bara einhverja aðra ömmu, t.d. eina ítalska, eða setja saman eina ofurömmu úr mörgum og þá væri maður í góðum málum. in eins og þú segir er þetta nú líklega skot á verksmiðjugrútinn hjá honum.
  En mér þykri fróðlegt að velta þessu fyrir mér með matarhefðir fyrri tíma á Íslandi. Einhvers staðar las ég að kindurnar okkar væru ekki kjötkindur heldur fyrst og fremst mjólkurkindur. Það sama á við um geiturnar og því hlýtur að hafa verið nokkuð almennt að búnir væru til ostar úr mjólkinni. Ég hef líka heyrt að landnemarnir hafa haft með sér svín. Veistu nokkuð hvort að það séu til einhverjar bækur um þessi mál?
  Enn og aftur, takk fyrir færslurnar.
  Kveðja,
  Karl Ágúst

 2. Sæll.
  Það er svosem til ýmislegt um mataræði fyrr á tímum, og þar er auðvitað fyrst að telja bókina Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur og svo hafa nú ýmsir skrifað eitthvað um þetta, ég þar á meðal, sem er hægt að finna hist og her. Ostagerð var almenn hér fyrr á öldum en lagðist smátt og smátt af að mestu; það er talið að það hafi einkum verið vegna þess að það þótti drýgra að nota mjólkina til skyrgerðar en í harða osta. Það var helst á Austurlandi sem eitthvað eimdi eftir af henni. Seint á 19. öld var svo farið að reyna að koma á ostagerð að nýju og einhverjar konur fóru til Danmerkur að læra hana og um og upp úr aldamótum var verið að búa til osta hér en það var ekki fyrr en á kreppuárunum, þegar lokaðist fyrir allan innflutning, sem Íslendingar fóru að verða sjálfum sér nógir um ostagerð. Á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar var hins vegar töluvert flutt inn af osti og um aldamótin gátu verslanir í Reykjavík auglýst ,,14 tegundir af innfluttum ostum“ og ,,Gorgonzola-ostur beint frá Ítalíu“ og svo framvegis.

  Það hefur líklega verið töluvert hér um svín á fyrstu öldum Íslandssögunnar eins og fjölmörg örnefi vitna m.a. um (Svínadalur, Galtafell, Grísatunga, svo dæmi séu tekin) og það er oft getið um svín í eldri heimildum. Þeim fór hins vegar fækkandi smátt og smátt og það er talið að íslenski svínastofninn hafi dáið út á 16. eða 17. öld. Þessi svín gengu líklega að miklu leyti sjálfala og fækkun þeirra tengdist trúlega síminnkandi skóglendi og harðnandi árferði.

  Eitt enn sem fólk áttar sig ekki alltaf á: Á miðöldum og raunar lengur voru nautgripir mun mikilvægari búpeningur en sauðkindur og Íslendingar fyrri tíðar borðuðu örugglega mun meira af nautgripakjöti en kindakjöti.

  En þetta er nú ein af mörgum bókum sem mig langar til að skrifa …

 3. Áhugaverð færsla hjá þér! Ég vildi gjarnan lesa bók um þetta efni eftir þig! En Guð hjálpi mér hvað ég er þakklát fyrir að vera uppi á tímum þegar hráskinka, cheddarostur og basilika fást úti í búð hér á Íslandi! 🙂

 4. Hæ hæ.. ég er matartæknir á landspítalanum og er sífellt að krúska í mat og með mat. Það er virkilega skemmtilegt að krúska með þér í uppskriftunum. Takk fyrir gleðilegan og heiðarlega umfjöllun um mat. Við elskum margt sem kemur frá þér og er oft stuðst við ýmsar uppskriftir frá þér í ltita eldhúsinu sem við erum í ;).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s